Frettir 2010

 

Miðengi
Upp

 

2010

31. des 2010

            Þá er þetta árið bara búið, ótrúlegt hvað tíminn líður hratt en maður eldist bara ekki í samræmi við það, jú krakkarnir kannski en ekki við fullorðna fólkið.  Búin að hafa það ansi gott í dag eins og aðra daga.  Hér var öllum hrossum smalað heim og sett í hús nema einn hópur sem var úti í gerði.  Ormalyfi dælt í hrossin.  Freyja og Páll komu svo að kýkja á Spröku og kanna þetta með örmerkið já eða örmerkin í henni, fundum tvö merki eins og okkur grunaði, Páll ætlar svo að biðja Hallveigu að setja inn í WF bæði númerin.
         Skutlaðist svo út á Borg að sækja dekk sem var í viðgerð, þetta er bara frábær þjónusta í sjoppunni að geta farið með dekk í viðgerð, við notum þetta allavega mikið, stutt að fara nú og frábær þjónusta:)
          Fórum svo í mat til tengdó með kalkúninn :) þetta tókst svona ljómandi vel, er held ég alveg að komst upp á lag með að elda kalkún, en rosalega fannst mér nú sósan vond svona til að byrja með, fékk svo Bensa til að kýkja sósuna og hún lagaðist bara helling, ég hélt að það væri of mikið Koníak í sósunni þessvega var hún vond en svo bætti hann bara meiru koníaki útí og svosem ýmsu fleiru og þetta var allt annað, nú tengdamamma skellti svo salti í viðbót og þá var bara komin þessi fína sósa :)
        Fórum svo út á Borg að kýkja á brennuna, alltaf glæsilegt hjá hjálparsveitinni verð ég að segja.  Nú svo var farið heim að horfa á skaupið, fannst það nú bara nokkuð gott, þarf kannski að sjá það aftur svo ég fatti nú alla brandarana ;) ekki hægt að ætlast til að ég fatti þetta allt strax nóg er nú samt.  Nú skutlaði krökkunum svo á Engjó, held að klukkan hafi verið um hálftvö þegar ég fór að sofa :)

Gleðlegt nýtt ár kæru vinur og takk fyrir allt gamalt og gott

30. des 2010

           Sigga orðin hálfveik, ekki gott það en vonandi verður hún orðin betri á morgun.  Guðni reynir og Rebekka ætla að vera í bænum annað kvöld, en við verðum nú samt 10 hér í kalkún, höfum sama lagið á og í fyrra, kalkúninn og sósan elduð hér heima en svo förum við með herlegheitin til tengdó og borðum þar.  Höddi og Magga koma austur í mat, nú svo erum það við Bjössi, Inga og reynir, Dóri og Perla og Sigga og Gunni Har þetta verður bara ljúft.

29. des 2010

           Fór á bæinn í morgun með Siggu, sóttum Perlu í leiðinni, aðeins búðarráp og auðvitað var Áramótapúddann keypt, kalkún semsagt, fórum svo á Sefoss að ná í mólk og ost ekki má nú vera án þess um hátíðina.
         Gunni Har kýkti svo við og auðvitað byrjaði ég á að fara og
 monnta mig af hrútnum sem hefur fengið nafnið Fjalla-Fjarki.

28. des 2010

          Fórum að leita að fé í Búrfellinu í þessum leiðangri var Reynir á Hurðarbaki með tvo hunda, Kjartan Gunnar með tíkina sína, Gummi með hundinn sinn Bjössi og Guðni Reynir með sína hunda (Dugur fékk að fara með) nú og svo ég í aðalhlutverki eða þannig.  Það var farið að Kaldárhöfða, Syðri Brú og Efri Brú og ekki sást nokkur skjáta, bara eitthvað af förum fyrir ofan Efri Brú.  Þá kýktum við á línuveginn við Búrfell en þar við Illagil sáum við sex hvítar skjátur og ein grá, þetta var klárlega ekki hún Gunnsa mín, örugglega Apavatnsskjáturnar hennar Siggu, en þetta gátu nú ekki verið allt þaðan og þar sem ekkert skárra var að finna var ákveðið að reyna að handsama þennann hóp þó svo það hefði jú verið betra að finna hinn hópinn, þar sem þessi var leiðinlega staðsettur og svosem búinn að vera þarna eitthvern tíma og ekkert á förum en hvað um það, það var farið af stað.  Þetta var nú svosem ekki flókið að sjá en féð strunsaði beit uppí fjall eins og von var svosem og þegar þær komust ekki hærra þá var farið í gilið.  Smalar og hundar fóru á eftir fénu og í stuttumáli sagt voru þær aftur komnar á upphaflegann stað ca tveimur tímum seinna, eftir klöngur og vesen í gilinu.  Heyrði Reyni kalla ,,hvað eigum við að gera, verðum við ekki að fá spotta og síga að þeim"  Heyrði Guðna Reyni svara:  ,,Skjóta þær"  Reynir hafði betur og Dóri húsvörður kom með spotta svo hægt væri að setja spottann í Gumma, Gummi látinn síga og ýta við fénu.  Á meðan á þessu stóð fór ég  út á Borg að ná mér í bensín, þegar ég kom til baka spurði ég Bjössa hvernig gengi en þá var búið að ná fénu úr gilinu en átti eftir að ná Gumma úr gilinu, en rosalega gekk þetta nú hægt.
      Þegar komið var með féð niður á jafnsléttu þá var ákveðið að allir skildu nú bara stökkva á féð og engin mætti nú sleppa.  Ég mátti nú ekki missa af þessu var aðeins seinni á mér að stökkva á kind en hinir og sá þá að ein var þarna sem líklega engi lúka var á svo ég auðvitað ákvað að grípa í hana, hún ætlaði að stökkva af stað og gerði það svosem, allir karlarnir stóðu aðuvitað í lappirnar og héldu í sínar kindur en ég er nú ekki þekkt fyrir að halda jafnvægi nú og svo er ég líklega þyngri en kindin svo þó svo að ég detti þá held ég nú rollunni, er svo þrjósk að ég sleppi sko ekki.  Hvað um það, þarna var lítil lækjarspræna klíklega svoa 70 cm breið og þar endaði ég endilöng á  bakinu með rolluna í fanginu, ég stíflaði samt ekki lækinn því hann rann bara inní skálmarnar á útigallanum og út um hálsmálið, Reynir tók þá rolluna en ég var nú ekki viss um að mér væri óhætt að treysta honum fyrir henni en það var nú í góðu lagi, Gummi dró mig svo uppúr læknum, hefði örugglega ekki komist upp sjálf, alveg afvelta.   Þetta fannst mér alveg bráðfyndið en þeim stökk ekki bros á vör, Reynir kýmdi kannski aðeins en hinir held ég gjörsamlega húmorslausir allavega kunnu þeir ekki við annað.  Féð komið á bílinn klukkan 16.40 en þá var líka að verða dimmt.  Þetta reyndust var fjórar Apavatnsær, þar á meðal sú sem drekkti mér næstum, Gummi fékk svo tvo hrúta og svo fékk ég ferhyrntann hrút undan henni Gunnsu minni. 
        Gummi sá svo glitta í fé við Útburðarhelli en það bíður næstu smalamennsku.

       Þegar heim var komið komu þær Andrea og Linda Björk í heimsókn að kýkja á hvolpana gaman að því.

24. des 2010

Gleðileg Jól

           Hér kom jólasveinn með blóm handa okkur um fimm leitið, Gunni Har kýkti aðeins við með þennann líka fallega blómvönd, ég var bara nærri farin að gráta fannst þetta svo fallega gert takk æðislega Gunni minn.

          Allt gengur sinn vanagang, hér var hamborgarahryggur frá Ormstöðum í matinn, eldaði hrygg af háflu svíni, en við erum bara fimm en fórum nú ansi langt með að klára þetta, rosalega gott kjöt eins og alltaf. 

          Svo voru það jólakortin og pakkarnir, allir mikið ánægðir, takk fyrir okkur. 

23. des 2010

          Fór í bæinn í morgun, þurfti að koma við á tveimur stöðum og svo var það Tysabri uppá Borgarspítala.  Þetta gekk allt ljómandi vel, var svo komin heim um þrjúleitið, þá var mitt heimafólk búið að skúra allt útúr hér :)  Brúney og Kjartan Gunnar komu í kaffi, takk fyrir komuna mikið gaman að fá ykkur. 

        Guðnir Reynir hleypti svo til í dag,  held að það hafi bara allir sem geta haldið í kind verið með í þessu standi enda þarf að sortera allt féð.

          Svo var ég með skötuveislu, Guðni og Rebekka borða ekki skötu svo þeim var bara hent út eða þannig hehe mamma og pabbi komu í skötuna, Jonni, Bensi og Vala.  Vala er ótrúlega dugleg að borða skötu hún er nú bara fimm ára en fékk sér tvisvar á diskinn, skata með hamsatólg og kartöflum en reyndar bætir hún svo tómatsósu útá þetta líka :) 

          Jólasveinninn með kartöflupokann kom svo í kvöld, held að það sé algjör misskilingur að það sé slæmt að fá jólasvein með kartöflur í heimsókn, takk fyrir Ingþór og Hulda :) 

22. des 2010

          Ansi kalt í morgun, um -13 °C en svo þegar fór að birta þá jókst bara frostið en það var komið uppí -17 °C um miðjann dag.  Skaust á Selfoss með viðkomu í Hveragerði en kýkti í Tuskubúðina.  Allt annar bragur þar en á Selfossi, allt mikið rólegra í Hveró en á Selfossi.  Held að ég sé bara búin að næstum öllu yfir jólin eitthver tiltekt kannski eftir en á morgun fer ég í bæinn og þarf að koma við á einum stað og fara svo í Tysabri, verð örugglega komin heim fyrir kaffi nú og svo er það skötuveisla hér annað kvöld get ekki beðið en mér og Siggu finnst skata bara æðisleg Dóri ætlar að smakka en Guðni Reynir og Rebekka ætla að stinga af.

21. des 2010

           Hér er bara enn allt við það sama, Perla hans Dóra er  búin að vera hér í heimsókn bara gaman að því.   Ég held að mamma og pabbi komi heim frá Kanarý í kvöld nú og eins Bensi og Kristín með krakkana.

          Bjössi kýkti í fyrradag held ég uppað Syðri Brú og sá þar uppí fjalli einar 8 eða 9 kindur, ein af þeim mórauð þannig að kannski hún Gunnsa mín sé þar, það á víst að bíða með að reyna að sækja þetta þar til það snjóar á næstu dögum, svo þær komi sér nú aðeins niður úr fjallinu.  Spáin var jú búin að lofa snjókomu en er líklega hætt við það þannig að það er nú ekki gott að segja hvenær þessar kindur nást.  Gunnsa mín er með hrút með sér þannig að líklega koma þessar kindur ekki geldar heim, nú og svo eru kannski fleiri hrútar í hópnum.   Svo eru víst kindur frá Apavatni þarna uppí fjalli en voru víst annarstaðar um daginn þannig að þær eru líklega ekki í þessum hóp þannig að það er nóg af fé sem er óheimt.      

19. des 2010

           Hér er bara allt við það sama, hvolparnir dafna bara ljómandi vel.  Stefanía og Dagbjört kýktu hér á hvolpana og leist bara nokkuð vel á held ég bara. 

18. des 2010

           Veðrið búið að vera ansi gott í dag, held að það hafi verið um -5° í morgun hér en núna undir kvöld er bara að verða frostlaust.  Skaust á Selfoss í morgun að sækja Dóra og skil  nú af hverju Guðni Reynir sá rauðar járnplötur á ferðalagi í gærkvöldi en það var semsagt sett upp þetta líka flotta skjól fyrir hross undir Ingólfsfjalli núna í vetur en ég sá semsagt að í morgun stóðu staurarnir eftir næstum alveg berrassaðir, kannski ein og hálf plata eftir, vona bara að þetta járn hafi ekk lent á hrossum.  Ansi fúlt þegar menn eru að standa sig svona vel og útbúa flott skjól fyrir hrossin en svo kemur Kári bara og feykir þessu í burt. 

17. des 2010

          Fór í bæinn í morgun en Sigga var að fara í síðasta prófið á þessari önn.  Var aðeins að snúast í bænum á meðan hún var í prófinu, fórum svo í Kringluna.  Sigga hitti svo Þórhall miðil á nú samt eftir að fá að hlusta á spóluna sem hún fékk.  Sóttum svo Bjarka uppí HÍ en hann var að klára síðasta prófið svo var bara brunað austur og ekki máttum við víst vera seinni á ferð því heiðin var víst lokuð rétt á eftir okkur en það var ekkert að veðri eða færð þegar við fórum þarna um fjögur leitið, reyndar ansi hvasst efst í Kömbunum en heiðin bara eins og á sumardegi.  Það var nú ekki sama líðan undir fjallinu en þar var löggan búin að planta sér með ljósum, en þegar við komum nær sáum við að það var flutningarbíll úti í skurði, hann hafði klárlega fokið útaf, við héldum ótrauð áfram en sáum svo rétt við vegamótin hingað uppeftir að það var sendiferðabíll úti í skurði, bara eins og honum hefði verið lagt langsum í skurðinn, ekki viss um að manni tækist að leggja svona vel ofaní skurð.  Nú hérnamegin undir fjallinu var líka ansi hvasst, það skóf bara sandi og grjóti yfir  veginn en við sluppum nú bara nokkuð vel held ég, það snéri allavega einn bíll við en sá hefur klárlega ekki áttað sig á því að um leið og maður nálgaðist Grímsnesið þá var aftur bara blíða eða þannig allavega ekkert svo slæmt veður.  Krakkarnir fóru svo á Engjó í kvöld, þau sáu nú járnplötur á flugi undir fjallinu en það slapp til allavega hjá þeim veit svosem ekki með hrossin sem eru þarna.

16. des 2010

           Dóri og Rebekka útskrifuðust í dag en Arndís útskrifaði þau úr grunnskóla :)  þannig að nú er það bara FSu eftir áramótin :)

          Annars er bara allt við það sama hér, ansi kalt reyndar þessa dagana, það var um -11 C° í morgun. 

15. des 2010

          ER búin að vera að stússast í jólakortunum í dag, þetta er allt að gera sig, en gerir sig nú ekki alveg sjálft þarf sjálf að stja blek í prentarann, jafnvel að skutlast á Selfoss eftir bleki þannig að þetta er ekki eins einfalt og það lítur út fyrir að vera, þó mikill mundur eftir að maður fór að fá þessi sjálflímandi frímerki.

14. des 2010

         Fór í Laugarás eftir hádegið en það er víst kominn tími á að uppfæra örorkumatið.  Pétur er nú á því að senda mig í Hveragerði eftir áramótin sem ég held að sé bara hið besta mál, má nú samt ekki vera að því að fara fyrr en ég verð laus við hvolpana en það er um mánaðarmótin jan-feb.  Kýkti svo á Engjó með krökkunum en það var alveg kominn tími á að setja upp jólaskrautið en Dóri, Steinar og Hjalti settu upp jólaséríuna utaná húsið en við Sigga reyndum að hengja upp eitthvað skraut í gluggana önnur okkar hefur þó enga þolinmæði í svona lagað. 

13. des 2010

          Má nú til að uppfæra snemma í dag en Guðni Reynir fór fyrir hádegið að athuga með féð sem Glampi var með í draumnum og viti menn hann gekk bara að fénu, tvö lömb, hrútur og gimbur, vona bara að Glampi geti vísað Guðna á hana Gunnsu mína sem er líkast til í Búrfellinu, hvort og hvernig sem tekst svo að ná henni ef hún sést.

        Fór að heimsækja Stefaníu í dag alltaf gaman að hittast og spjalla.  Þegar ég kom heim sá ég að móguli tíkarhvolpurinn dafnaði nú ekki eins og ég hefði viljað, léttist bara, móguli rakkinn stendur í stað en hin tvö blása út eins og þeim sé borgað fyrir það.  Sjáum hver staðan verður á morgun. 

12. des 2010

          Guðna Reyni dreymdi Glampa sinn í nótt og hundurinn var að koma með tvær kindur úr hrauninu, þessar tvær sem mikið er búið að leyta að og teljast huldukindur orðið, Guðni komst ekki í það að athuga þetta í dag en fer á morgun og ætlar að sjá hvort kindurnar eru ekki þar sem hundurinn var með þær í draumnum.

          Tíbrá gaut í kvöld, fyrstur kom þessi líka flotti rakki og alveg eins og ég var búin að gera ráð fyrir að allir hvolparnir yrðu á litinn, næst kom þessi fína tík en með hvítann haus,,,,hvaðan í veröldinni sem það nú kemur, var semsagt mikið hissa, næst kom mógulur rakki en þá var mér nú allri lokið, hélt að Prins bæri nú ekki brúna litinn, og svona til að árétta það kom mógul tík í restina, alveg magnað.

11. des 2010

          Bensi og Kristín og fj fóru til Kanary í morgun, duttu niður á fína ferð og ákváðu  bara að skella sér, algjör snilld, nú svo eru mamma og pabbi úti en þau voru nýbúin að framlengja ferðina sína um viku þannig að þau verða saman þarna úti.

        Hér  gengur allt sinn vanagang, það var heypt til lambanna í dag sem er alltaf gaman.  Nú ekki eins gaman er að nú er hann Glampi gamli farinn til feðra sinna, þetta er ansi erfitt því Glampi hefur verið svo stór hluti af öllu hér en hann var nú orðinn ansi lúinn þó svo hann væri ekki gamall. 

7. des 2010

         Hvolparnir dafna vel og nú er ég farin að bíða eftir að Tíbrá gjóti en hún er alveg að komast á tíma gæti gotið hvennær sem er úr þessu.  Restin af folöldunum var tekin inn í dag, ég örmerkti það sem mér bar, þannig að nú er allt örmerkt sem ég þarf að örmerkja í bili allavega, Bensi og líklega Sverrir eiga svo eftir að merkja sín folöld allavega Bensi. 

5. des 2010

         Hvolparnir dafna bara vel þessir fimm, blása alveg út og Týra mjög sátt, Björg og Bjössi komu hér og kýktu á hvolpana og leist bara vel á, Herkúles er auðvitað uppáhald allra.  Fékk fyrirspurn frá Hollandi strax í gær um hann en þessi rakki er ekkert á leið til útlanda. 

4. des 2010

         Vakti í alla nótt yfir tíkinni alveg sannfærð um að nú myndi hún sko gjóta en það var ekki fyrr en klukkan níu í morgun sem fyrsti hvolpurinn kom, frekar dasaður og veiklulegur, nú þegar allt var komið voru fæddir 7 rakkar, tveir reyndar drápust en eftir eru fimm rakkar, ansi fallegir og viti menn þar er einn mórauður og ekki nóg með það hann er líka með tvöfalda spora á þrem fótum sem er nú bara ansi flott hann verður látinn heita Herkúles svona í stíl við Undramund en þeir sem þekkja teiknimyndirnar ættu alveg að átta sig á þessu, þið hin ættuð að kýkja á Herkúlesmyndirnar :)

2. des 2010

          Ýmislegt svosem búið að vera að gera hér.  Það er búið að rýja allt féð, ja nema það sem ekki er komið heim, ennþá vantar þessar tvær sem sáust úti í hrauni, hrossin sem vantaði úr hrauninu eru nú líklegast þarna allaveg hafa tvö rölt heim en svo er búið að setja hrossin aftur útí hraun svo það kemur betur í ljós í næstu smalamennsku.

       Það er búið að taka eitthver folöld inn, aðalega undan geldum hryssum já og Lísu minni sem ég held að nenni þessu folaldssstússi ekki lengur farin að venja folaldið undan alveg sjálf svo Öskubuska er komin inn.

       Nú svo er ég að bíða eftir hvolpum undan Týru en hún er komin á dag 61 og ég búin að vakta hana í eitthverja daga og nætur.  Er búin að  útbúa þennann fína gotkassa í stofunni handa henni en þar sem ég er nú venjulega í hornsófanum þá finnst henni bara sjálfsagt að hún megi vera þar líka, þannig að ég er búin að búa um mig í öðru horninu og Týra er í hinu horninu, svo ef ég sofana þá á hún það til að skríða til mín og helst að leggjast ofaná mig, vona bara að þessir hvolpar fari að koma því Tíbrá er svo hvolpafull líka en er líklega um 10 dögum á eftir Týru ja nema ef Týra dregur þetta lengi þá gæti nú orðið ansi stutt á milli þeirra en ég bíð bara spennt.

27. nóv 2010

       Lísa kom og bólusetti lömbin í dag, það að segja garnaveikinsbólusetningin.  Það passaði að þegar það var búið sáust tvær hvítar kindur úti í hrauni,  held að það vanti nú ekki tvær ær þannig að líklega er þarna eitt já eða tvö lömb á ferð en það verður skoðað á morgun.  Eins var hrossunum úti í hrauni smalað saman, þetta er í mörgum hópum og líklega vantar einn hópinn því ég held að það vanti enn 4 hross þaðan, fór reyndar út á 5. braut að kýkja og haldið þið ekki að það hafi verið opið hliðið á milli okkar og sumarbústaðalandanna þannig að hrossin gætu þessvega verið farin en það kemur vonandi í ljós á morgun. 

26. nóv 2010

            Fór í Tysabri í dag, það gekk bara ljómandi eins og alltaf, þegar ég kom svo heim var kominn tími á að sækja Dóra og Rebekku að Syðri Reykjum en þau voru að hreinsa út úr gróðurhúsi held ég, þetta er verkefni sem þau tóku að sér krakkarnir í 10. bekk þannig að það safnast vonandi hratt uppí Danmerkurferðina. 

25. nóv 2010

         Skrapp í bæinn en þufti að snúast ýmislegt sem ég nenni ekki að gera á morgun, tengdamamma dreif sig með, við fórum m.a. í góða hirðinn en þar fékk ég skrifborð á kr 2500 og svo þessa flottu gömlu bókahillu sem ég ætla að nota sem gotkassa en sú hilla kostaði heilar 2000 kr þetta er bara snilld og ég á klárlega eftir að fara þarna ef mig vantar eitthvað spennandi. 

23. nóv 2010

           Fór á bingó hjá 10. bekk uppí Reykholti, vann nú ekkert en það var semsagt verið að styrkja krakkana sem eru að útskrifast í vor en þau ætla að fara til Danmerkur. 

22. nóv 2010

Vala á afmæli í dag orðin 5 ára til hamingju með daginn frænka.

       Fór í bæinn í morgun með tengdamömmu en hún átti að mæta hjá lækni, notaði ferðina og kýkti í rúmfatalagerinn og í Góða hirðinn í leiðinni.  Tókum svo Siggu með okkur austur en hún svaf nú alla leiðina held ég bara mikið þreytt greinilega. 

21. nóv 2010

          Smöluðum aftur saman hrossunum og enn eru bara tvær móálóttar hryssur ja reyndar er gamla Mósa komin þarna líka en hún var ekki niður á Hrauni.  Flemmingshryssa enn á sýnum stað og sú sem er með merkið sem ekki er í WF, skönnuðum þær aftur og viti menn nú er bara allt annað númer í þessari dularfullu hryssu og nú er þetta bara hún Spraka, skönnuðum hana tvisvar og í bæði skiptin sama númer.  Mjög dularfullt en líklega eru í henni tvö númer en bara annað þeirra skráð, eigum eftir að rannsaka þetta nánar.

        Kýkti svo í afmælikaffi til Völu en hún á afmæli á morgun, fullt af fólki og voða gaman. 

20. nóv 2010

         Hrossin niður á Hrauni voru sótt í dag, gekk ljómandi vel.  Tvær mósóttar hryssur komu heim önnur frá Felmming en hin með örmerki sem ekki var skráð í WF margskannaði hryssuna og alltaf sama númerið í henni.  Fór svo að velta þessu fyrir mér í kvöld og fór að spá í að ég sá aldrei hana Spröku sem er móálótt litförótt.  Veit svosem ekkert hvernig hún á að vera á litin núna en hún er örmerkt en ekki með þetta dularfulla númer sem er í móálóttu hryssunni sem gengur af, ætlum að smala hrossunum aftur saman á morgun og sá hvort hún er ekki þarna. 

18. nóv 2010

          Brúney, Kjartan Gunnar og Baldvin komu hér í dag að rýja lömbin og hrútana, þau voru enga stund að þessu og nú eru bara rolluskjáturnar eftir.  Guðni og Rebekka eru svo að flokka ullina en þau eru svo að fara til London í fyrramálið, og verða í nokkra daga koma heim á miðvikudaginn og þá væntanlega búin að sjá allavega tvo leiki og fullt af búðum hehe 

17. nóv 2010

          Sótti Dóra í skólann í dag en við áttum að mæta á fund í FSu en Dóri er semsagt  búinn að sækja um að komast þangað eftir áramótin.   Þetta var auðsótt mál og verður Dóri þá útskrifaður úr grunnskóla um áramót og byrjar semsagt í FSu eftir jólin.  Mikið kátur drengur sem kom út af þessum fundi, enda svosem búin að leggja heilmikið á sig til að ná þessu markmiði sínu. 

14. nóv 2010

         Letidagur í dag, ansi kalt úti held að frostið hafi farið allavega í -9 C° annars bara rólegheit.  Síðasti bíllinn sem varða eftir í sviðaveislunni var sóttur í kvöld en held að það hafi nú verið gerð tilraun til að sækja hann í gær en hann vildi víst ekki fara blessaður, var líka ansi þungur í gangi í kvöld en sá líklega að það var ekki annað í boði enað fara enda veislan búin, aumingjans bíllinn.

13. nóv 2010

          Sviðaveilsan tókst svona ljómandi vel, síðustu menn já og konur fóru að sofa um sex í morgun og voru klár um hádegið til að halda uppá annann í sviðaveislu, held að sú veisla hafi staðið eitthvað framá nótt. 

12. nóv 2010

        Þá er komið að sviðaveislunni, held að það séu um 154 skráðir en veit svosem ekkert hversu margir mæta.  Allt orðið klárt en rétt áður en allt átti að byrja var Bjarki minn eitthvað að flýta sér, líklega frekar spenntur að komast í veisluna, og tókst að reka aðra lúkuna í gengum rúðu, þetta var nú ekkert stórvægilegt, fengum Gróu sem er skjúkraliði og að læra hjúkrun til að binda um drenginn, viss svo að það var dýralæknir á staðnum, skurðlæknir og barnalæknir, já og svo útfararstjóri ef illa færi, en Gróa reddaði þessu og þurftum ekkert á hinum að halda þó svo að útfararstjórinn hefði nú verið klár í slaginn og beið á hliðarlínunni. 

10. nóv 2010

       Fórum í morgun upp að Kaldárhöfða til að athuga hvort við sæjum kindur en sáum bara ekki neitt.  Fórum inní Kringlumýri að sækja diska sem við ætlum að nota í sviðaveisluna en nú fer allt að verða fullt held ég og gott betur það eru 149 skráðir í veisluna þetta verður bara gaman. 

9. nóv 2010

       Fór í bæinn í dag með tengdamömmu en hún var að fara í saumaklúbb.  Fór í RV til að versla það sem á vantar varðandi Sviðaveilsuna en nú fer hún að skella á. 

8. nóv 2010

         Átti tíma hjá taugalækninum mínum í dag og eins og alltaf finnur hann ýmislegt að mér sem ég bara vissi alls ekkert um.  Er til dæmis með hin ýmsustu ,,íþróttameiðsl" golf eitthvað og tennisolboga á báðum, skildist að það væru allir liðir í henglum og afltaugin í löppunum eitthvað léleg.  Hann sagði að það væri lílega ekki gerlegt að sprauta mig í alla liði það væri allt of margar sprautur, var nú að reyna að útskýra að ef ekkert kæmi við mig þá finndi ég ekkert til.  Hvað um það hann tók mig af lyfjunum sem hann setti mig á í vor en það voru semsagt lyf við hinum ýmsustu geðrænu kvillum, en í mínu tilfelli átti ég að sofa betur sem ég og gerði en átti víst að laga þessi ,,íþróttameiðsl"  sem þau gerðu ekki þannig að nú fékk ég eitthver flogaveikislyf sem eiga að losa mig við alla verkina sem ég hef ekki ef ekkert kemur við mig hehe....alveg hætt að botna í þessu, en kannski þoli ég að rekast utaní eitthvað án þess að æmta þegar lyfin fara að virka.

7. nóv 2010

           Allt orðið hvítt þegar  við vöknuðum í morgun en það var nú fljótt að hverfa, keyrðum aðeins um að athuga hvort við sæum hana Gunsu mína sem er mórauð ferhyrnt kind sem er með hrút með sér, en þau hafa ekki skilað sér heim en sáust við Búrfellið þannig að það verður bara bið á að hún skili sér held ég.

      Guðni Reynir og Rebekka fóru á ullarflokkunnarnámskeið og komu mikið kát heim og nokkuð viss um að geta fengið fleiri krónur fyrir ullina en hingað til. 

6. nóv 2010

Tengdó eiga 50 ára brúðkaupsafmæli í dag til hamingju með daginn heiðurshjón
Sverrir er svo 29 ára í dag til hamingju með daginn Sverrir minn.

         Byrjuðum daginn á að fara uppí Reykholt, ég, mamma, Dóri og Rebekka, þar voru 9. og 10. bekkur að prjóna vettlinga já og sokka og það sem best lá fyrir hverjum og einum, afurðirnar fara svo til mæðrastyrksnefndar, en krakkarnir voru að safna áheitum og styrjum vegna Danmerkurferðarinar í vor.  Þetta gekk svona ljómandi vel og var bara gaman, mér tókst meira að segja að prjóna eitt par af sokkum sem voru svo stórir að þeir passa líklega bara á jólasveininn eða Leppalúða en hvað um það það hlítur eitthver að geta notað þetta. Þeir krakkar sem ekki voru liðtæk í prjónaskapnum bökuðu vöfflur og seldu kaffi.  Frábært framtak hjá konunni sem á prjónakaffið eða hvað það nú heitir þarna í Reyholti, hún gaf allt garn í þetta og átti hugmyndina.

    Sótti svo þurrkaða kjötið til Stínu í heimleiðnni það klikkar nú ekki bara frábært. 

     Eftir hádegið fórum við svo í Grímsborgir en þar buðu tengdó í mat og gistinu, frábær hugmynd og alveg æðislegur staður, takk kærlega fyrir okkur.  Krakkarnir misstu sig alveg eftir matinn því það er sko fatabúið þarna í Grímsborgum, held að allir hafi keypt sér eitthvað, ja nema kannski Sverrir en öll hin fundu eitthvað sem þau gátu bara ekki verið án. 

4. nóv 2010

           Hér er búið að vera kjötskurður í annann dag, og svosem ýmislegt að gerast.  Fór í skólaviðtal og ekkert smá sem Dóri er að standa sig, held að hann sé með 8,5 í meðaleinkunn svona ef frá er talið einkunn í sundi þar sem hann virðist nú hafa mætt ansi illa já eða bara ekki neitt.  Svo er bara að sjá hvað kemur út úr samræmd prófunum. Spurning hvort minn maður er ekki að stefna á FSu um áramót.

     Við frænkurnar, ég og Vala fórum svo til Stínu í Haga með kjöt í þurrkun bíð spennt eftir að fá afurðina ekkert smá sem okkur finnst þetta gott. 

3. nóv 2010

         Fór bara ekkert af bæ í dag, hvort sem þið trúið því eða ekki.  Á líklega von á slatta af hvolpum í byrjun des og er aðeins farin að undirbúa það, þar semsagt að vita hvar ég ætla að hafa tíkurnar og ekki hef ég þær saman það er nokkuð víst.  Fór svo og kýkti á kindurnar sem eru komnar inn, hitti Völu þar og við vorum aðeins að skoða féð og kýktum svo á hænurnar, Vala fékk eitt egg hjá Lindu sem var nú aldeilis flott og mikið montin sú stutta þegar hún færði mömmu sinni eggið.

2. nóv 2010

          Fór á Selfoss í dag í klippingu kominn  tími á það, fór svo í bæinn að hitta nokkrar hressar konur kom heim um níu leitið en það var hávaðarok á leiðinni, komst nú samt heil heim eins og alltaf.  Það hringdi kona í dag úr bænum og pantaði fyrir 10 í sviðaveisluna og þegar ég kom heim sá ég að það var búið að leggja drög að 20 manna hóp líka þannig að það verður alldeilis fullt af fólki sem er bara gaman.

1. nóv 2010

        Byrjaði á að fara á Selfoss að snúast, síðan fórum við Bjössi með bílinn hans Guðna til Didda en það var kominn tími á að setja almennileg dekk undir bílinn.  Um hádegi fórum við tengdamamma svo í bæinn í læknastúss, hirtum Siggu upp í leiðinni, kýktum svo á Gústu frænku sem á 89 ára afmæli í dag,  yndislegt að koma til hennar, Gústa búin að baka í tilefni dagsins, svo snérist hún í kringum okkur eins og unglamb, ótrúlega hress verð ég að segja.  Takk fyrir okkur og til hamingju með daginn Gústa okkar. 

31. okt 2010

Tengdapabbi á afmæli í dag til hamingju með daginn.

29. okt 2010

        Fór í Tysabri í morgun, held að við höfum bara aldrei verið svona mörg í Tysabri í einu allavega þegar ég hef mætt.  Við vorum allavega sex, alltaf gaman að hitta nýtt fólk.  tók svo Siggu með austur. 

28. okt 2010

         Við Inga fórum í bæinn í dag og tókst að snúast helling þó svo að við hefðum verið í bænum í fyrradag.  Búnar að fá dúka á borðin í sviðaveislunni og allt að gerast. 

27. okt 2010

         Fór á Selfoss í morgun aðeins að snúast eins og gengur, kýkti við hjá mömmu og pabba með tölur á peysuna mína en þetta er flottasta peysa ever... annars rólegheit bara hér heima tengdamamma rölti við og Gunni Har kýkti í kaffi, á morgun er svo Reykjavíkurferð með tengdamömmu, ætla líka að kýkja á dúka í sviðaveisluna. 

26. okt 2010

Tengdamamma á afmæli í dag til hamingju með daginn Inga mín

          Fór í bæinn í dag með tengdamömmu, aðallega verið að snúast í læknastandi, tókum svo Siggu með okkur austur.  Veðrið alveg rosalega gott, blankalogn.   

25. okt 2010

          Hér fór að snjóa um hádegið en var orðið að rigninu fljótlega en þetta dugði þó til þess að ein skjáta kom heim úr hrauninu með lamb sem hún á nú ekki einusinni en er búið að vera undanvillt síðan í sumar.  Gummi í Hólum handsamaði svo eitt lamb frá okkur á Búrfellsmýrunum held ég annars lítið að frétta.

24. okt 2010

           Letidagur í dag en það voru nú samt smalar á ferð inná fjöllum og þar áttum við eina tvílembu.  Það sem okkur vantar þá er hún Gunsa mín með einn hrút en hún sást í Búrfellinu í haust og svo vantar eina svarta líklega er hún í þjóðgarðinum.  Veit nú ekki alveg hvað vantar hér úr hrauninu og eins hvað vantar af lömbum en sjálfsagt er Guðni Reynir með þetta nokkuð á hreinu. 

23. okt 2010

          Mikið að gera í dag en við fórum í morgun að smala þjóðgarðinn, ég gerði nú svosem lítið náði þó einum hrútskratta og var á rúntinum með kerruna svona ef það þurfti að hirða eitthvað fé upp.  Veit nú ekki nákvæmlega hvað náðist margt en hugsa að það hafi verið á milli 40 og 50 nú og svo smalaðist hópur niður að Mjóanesi.  Þar var slatti af fé úr Grímsnesinu og tvær úr Laugardalnum nú og þar mætti hann Vörður sem er ferhyrnti útigengni hrúturinn frá Klausturhólum ansi tignarlegur með sín horn og ekkert svo styggur.  Sjálf fengum við tvær ær og þrjú lömb.

         Nú svo þegar heim var komið rukum við í fimmtugsafmæli en hún Krissa var að halda uppá afmælið sitt sem tókst bara svona ljómandi vel. 

22. okkt 2010

         Þessi pennaleti gengur bara ekki nú er ég semsagt næstum búin að gleyma öllu sem ég hef gert þessa vikuna en hvað um það, fór með Gunna Har vestur að kaupa hrúta, það komu þrír hrútar og tvær gimbrar heim, ég fékk meira að segja ekta forystugimbur fyrir vestan, spurning hvernig það á svo eftir að ganga. Gummi og co í Klausturhólum komu líka og fóru með eitthvað af fé suður, spennandi að sjá hvernig þetta á eftir að koma út.
       Á sunnudeginum komu Kolla og Diddi í heimsókn, fór með þau út á tún að skoða folöldin og var svo heppin að reka augun í afvelta kind frá mér sem náðist að bjarga sem betur fer.
      Á mánudegi var túnið smalað og eitthvað af lömbum sett í sláturhús.
      Á þriðjudeginum bauð ég tengdó í bíltúr en við fórum til Áslaugar í Haga að örmerkja hrossin hjá henni nú á meðan ég svo kláraði pappírsvinnuna voru þær á kafi í prjónablöðum, ekki leiðinlegt það.  Geir kom svo um kvöldið en hann kýkti eitthvað á gæsir.
      Á miðvikudagskvöldið kýktu Mónika og Rúnar við en þau voru að kýkja á Prins ásamt konu frá USA sem var að fá hvolp hjá þeim.
      Á fimmtudagskvöld fór ég í gæslu á ball í Reykholti það var bara voða gaman og krakkarnir til fyrirmyndar eins og við var að búast.
      Í dag kýkti svo Gunna við á hann Dug já og með ættbókina hans, ég fór svo á Selfoss að skila eitthverjum pappírum á Búnaðarsambandið.
  

       Sjálfsagt er ég búin að gera helling í viðbót en man það nú bara ekki, er annars að dunda mér í að púsla 2000 púsla púsl og er alveg að missa mig í því. 

15. okt 2010

Ingi Sveinn á afmæli í dag þrítugur orðinn til hamingju með daginn frændi

14. okt 2010

Einar Óli á afmæli í dag orðinn 16 ára til hamingju með daginn frændi

10. okt 2010

          Fór í morgun inní Kringlumýri með nokkra smala en Jonni, Bjössi, Bensi, Adam og Kjartan Gunnar fóru héðan og smöluðu heiðina, af fenginni reynslu þá passaði ég mig nú á að sleppa Miðengismönnum ekki lausum fyrr en ég var  búin að snúa kerrunni þannig að þeir færu í átt til byggða, hefði nú ekki viljað þurfa að bera ábyrgð á því ef þeir hefðu riðið til fjalla.  Miðengismenn smöluðu svo niður að Efri Brú og gekk bara þokkalega vel nema hvað einn fullorðinn hrútur dó hreinlega á leiðinni, þrátt fyrir að skyndihjálp hafi víst verið beitt þá dugði það bara ekki til, kannski vildi hann bara deyja aumingjast hrúturinn, ekki gott að segja, held að það hafi verið um 15 hausar sem smöluðust niður að Efri Brú.  Gunnsa mín sást víst í fjallinu og gott ef hún stefndi ekki á Syðri Brúarmýrarnar, það er því alveg óvíst hvort og hvenær hún næst en við áttum ekkert fé á Efri Brún, ef Klausturhólar og Mjóanes skiptu fénu á milli sín og það sem gekk af það er að segja eitt lamb var frá Kjartani Lár.

9. okt 2010

          Heimasmalamennska hér í dag, það gekk bara ljómandi vel 31 í hnakk, en þrátt fyrir það var nú ekki alveg hreinsmalað,  ég fékk svo gesti en Diddi og Kolla kýktu við alltaf gaman að fá gesti, það passaði líka að þau komu einmitt þegar ég var í pásu en þurfti svo að rjúka niður í Gíslagirðinu, og sækja um 8 kindur sem voru þar en það gekk bara vel og vonandi ekkert eftir þar en þar var til dæmis kind sem hafði verið keyrð inná afrétt og greinilega á leið heim þessi elska. 

8. okt 2010

         Í dag var smalað innfrá og niður í Ingólfshólf, það gekk bara svona ljómandi vel, frábært veður og eins og Auður á Hömrum orðaði það þá smöluðust 30 kindur, þar af 4 ókunnar, semsagt ekki frá henni.  Ég átti að sjá um að taka féð sem ég og gerði, kýktum við svo að Hömrum á reiðhöllina sem er ekkert smá flott, Siggi og Auður mega bara stolt af sinni reiðhöll, til hamingju. 

7. okt 2010

          Fórum inn á afrétt í dag að tína upp rollur.  Við vorum sex á ferð, ég, Bjössi, Guðni og Auður á Hömrum og svo voru mamma og pabbi þarna líka.  Held að við höfum náð rúmlega 30 hausum eitt lamb frá Jóa í Mjóanesi en restin frá Miðengi og Hömrum, mikið kátt fólk sem kom til byggða með þennann hóp en ég sá nú ekki betur en Auður þyrfti að synda á eftir gráu kindinni minni.... hún Auður gefst nú ekki svo glatt upp.  Í heimleiðinni sáum við ferhyrnta útigengna hrútinn hennar Helgu, hann var á Gjábakka ásamt hóp af fé frá Jóa en kerran og bíllinn orðin full af fé svo þessar kindur verða að bíða þar til næst.

6. okt 2010

          Búin að vera ansi dugleg í dag, fór í morgun og tók upp nokkrar kartöflur, tók held ég um sex grös og fékk fulla 10 lítra fötu af alveg flennistórum kartöflum, það dugar ein í matinn liggur við.  Var orðin ansi pirruð á hárinu á mér því nú þegar fer að kólna þá er svo mikið rafmagn í hárinu á manni og lausnin er að lita, við Sigga völdum þennann fína ljósbrúna lit og sáum að það yrði líklega enginn munur á litnum nú og ég skellti þessu í mig í morgun og viti menn nú er ég orðin rauðhærð, átti nú svosem að vita það að það er næstum sama hvaða lit ég set í hárið á mér hann endar rauður en það er bara flott.  Eftir hádegið fór ég svo á Selfoss og þurfti að snúast heilmikið, þegar Sigga kom svo heim úr skólanum og kýkti á skólavefinn sinn komst hún að því að hún náði prófinu í lögfræðinni það er semsagt inngangur að lögfræði :) mikið ánægð  með það og við afskaplega stolt af stelpunni okkar.  Nú svo fórum við Sigga til Gunnu á Bjarnastöðum og sóttum nýja hundinn okkar hann Dug.  alveg yndislegur hvolpur og ætlar að verða miklill fjárhundur, taka við af Voða og hjálpa Gutta.

      Jú og svo eru tíkurnar mínar að lóða búin að para aðra og para hina líklega á morgun :) Spennandi þannig að hér veður væntanlega fullt af hvolpum um jólin, og vonandi leynast verðandi meistarar þar. 

3. okt 2010

Mamma á afmæli í dag til hamingju með daginn

1. okt 2010

           Fór í bæinn í morgun en ég átti semsagt að mæta í Tysabri, það gekk alveg ljómandi vel eins og alltaf.  Nú ég tók svo Siggu og Bjarka með austur en þau ætluðu að drífa sig í að mála á Engjó svo er bara að vona að það hafi gengið vel allavega var nægur mannskapur og eitthvað var líka keypt af bjór :) 

27. sept 2010

          Nú prófið gekk vel hjá Siggu þannig að nú er bara að bíða og sjá og sjá hvernig gekk og halda áfram að læra á fullu.

      Bjössi og Reynir fóru í dag að sækja hana Mirru sem var hjá Aroni, það var sónað 8 sept og þá var ekki hægt að sjá hvort hún var með fyli eða ekki, þannig að nú var ekkert sónað og ég verð bara að krossa fingur og sjá hvað verður en reikna nú með að Lísa komi og sóni hryssurnar í haust.

23. sept 2010

          Sigga situr bara við allann daginn og les sína lögfræði, fyrsta prófið er á laugardaginn.  Nú kvefið mitt er ekkert á því að yfirgefa mig og þær á taugadeildinni vilja ekki fá mig í Tysabri fyrr en ég verð laus við þennann óþverra.  Fór því í Laugarás til Gylfa og fékk eitthver lyf og vona bara að ég verði orðin Tysabrifær á föstudag eftir viku. 

22. sept 2010

      Í gær fór ég á örmerkingarnámskeið, bara gaman og gekk vel mesta málið er jú pappírsvinnan þannig að þetta er bara spennandi.  Í heimleiðinni komum við við á Sandhólaferju og sóttum þar þrjár hryssur frá honum Felming.  Ein geld, ein með fyli við Klett og ein með fyli við Hóf frá Varmalæk.

        Alveg er ótrúlegt hvað veðrið er búið að vera gott,  og það bara alla daga held ég bara.  Annars er ég búin að ná mér í smá kvef, vonandi fæ ég samt að fara í Tysabri á föstudaginn en það má víst ekkert vera svo maður komist ekki í lyfjagjöf en sjáum til nenni ekki að vera svona kvefuð.

17. sept 2010

          Búin að vera á rúntinum í dag, málarar mættir á Engjó og byrjað að taka þakið í geng, þetta á bara eftir að verða flott.  Krakkarnir á leið á réttarball verður vonandi bara gaman hjá krökkunum nú og svo verða þau væntanlega eldspræk í fyrramálið og fara að smala :)

16. sept 2010

           Heilmiklar framkvæmdir á Engjó í dag en Ingi Sveinn og Höddi komu úr bænum og nú var farið í skógarhögg já eða eitthvað af trám sagað niður þó líklega bara um helmingurinn en nú ætti að vera hægt að mála þakið án þess að trén lemjist í það. 
         Takk æðislega Höddi og Ingi Sveinn fyrir hjálpina.

15. sept 2010

          Búin að vera ansi löt að uppfæra en það er líklega af því að það er búið að vera svo mikið að gera og þetta bara alveg gleymst.   Á laugardaginn síðasta var farið á fjall og gekk bara vel að smala allavega náðist næstum allt féð en það verður jú að vera eitthvað eftir fyrir seinnileitina.  Var svo ansi heppin að Gunni Har var með mér að snúast þessa daga á fjalli. Á sunnudeginum var ekki eins spennandi veður, þoka og rigning en þá var smalað niður í Kringlumýri og gott ef ekki allt féð sem smalaðist á laugardeginum hafi mætt. Allavega það fé sem Guðni Reynir þekki.  Vorum nú samt ansi heppin því hann Aron sá fé á tjaldstæðinu við þjónustumiðstöðina á Þingvöllum en þar náum við sex kindum og allar frá Miðengi.  Þrír gemsar með lömbum, gott að eiga það ekki eftir.  Ansi sáum við nú samt margt fé í Þjóðgarðinum.   Á mánudeginum var svo smalað niður í Klausturhólarétt.
       Í morgun voru svo réttir, mun meira fé en í fyrra held ég allavega tók mun lengir tíma að rétta en það var ansi mikið um línubrjóta í þetta sinn, úr Hvalfirði, Borgarfirði já og svo úr Þingvallasveit það er að segja vestan þjóðgarðs.  Karlarnir kýktu svo uppað Efri Brú eftir réttir og þar er fullt af fé, þeir náðu þar tveim skjátum frá Miðengi með lömbum en það þarf að finna dag til að smala þarna.

7. sept 2010

             Guðni Reynir fór með fyrstu lömbin í sláturhús í dag, held að það hafi farið um 10 hausar, lömb, veturgamalt og gamalær.  Bjössi er svo búinn að setja fjárgrind á bílinn og ég mikið kát, nú og svo eru komnar fjárgrindur utaná kerruna þannig að nú fer allt að vera orðið klárt, ja nema eitthvað sem Jonni þarf að skipta um í bílnum, eitthvað sem skoðuninn setti útá en samt fékk ég fulla skoðun á bílinn.  Þannig að nú er bara að fara að gera allt klárt fyrir fjallferð en farið veður héðan á laugardagsmorguninn. 

4. sept 2010

        Í gær var flísalagt á Engjó og ég bryjaði að mála, í dag byrjuðum við Bjössi á því að sækja Hæru en húnvar hjá Dug frá Þúfu og  sónaðist tóm þannig að hún var bara sótt og verður líklega bara trimmuð til í vetur en sónum hana nú kannski aftur í haust svona til að vera viss.  Ég fór svo á Engjó að klára að mála eftir hádegið og var ekki búin fyrr en um níu leitið í kvöld held að krakkarnir hafi verið voða fegin að losna við mig heheh.  Á morgun er svo stefnan tekin norður að sækja Dóra en hann skrapp norður í Hún að heimsækja vinkonu sína, fór örugglega í réttir líka vonandi bara gaman.

2. sept 2010

           Bara blíða í sveitinni :) og ekkert um að vera held ég, annars fór ég á Engjó í morgun og byrjaði aðeins að mála í eldhúsinu, þetta er allt að koma held ég bara. 

29. ágúst 2010

         Heilmikið búið að vera að gera undanfarna daga, undirbúa skólann með Dóra og Siggu og svo erum við að myndast við að mála á Engjó en stofan er klár og næst á að skella sér í eldhúsið :)

       Hryssurnar eru að tínast heim og með fyli sem betur fer en erum búin að sækja báðar hryssurnar hennar Cathy en þær voru báðar með fyli svo nú er bara að krossa fingur og vona að það sem er ókomið heim sé með fyli :) 

25. ágúst 2010

         Fór í bæinn í dag með Siggu og Bjarka, en þau voru að vasast í bókakaupum, kýktu svo aðeins í Kringluna og Heiðrúnu, þannig að það ætti allt að vera orðið klárt fyrir skólann :)

         Hér heima er Guðni Reynir að girða með vegum og gengur  bara ágætlega, Bensi keyrir möl held ég í allar áttir og Bjössi og Reynir eru að þrífa hesthúsið og sótthreinsa fyrir veturinn þannig að það er allt í gangi og nú fer að styttast í smalamennskur ;) 

24. ágúst 2010

          Fór á Engjó í dag að vasast í málingarframkvæmdum þetta er allt að gerast og verður bara flott þegar allt verður tilbúið. 

23. ágúst 2010

           Við Bjössi fórum á rúntinn með hryssusr í dag, fórum með 4 hryssur frá Felmming í Sandhólaferju.  Tvær fóru undir Klett og tvær undir Frosta.  Í heimleiðinni sóttum við svo Væntingu hennar Cathy en Vænting var hjá Klæng og sónaðist með 14 daga fyli. 

20 og 21. ágúst 2010

          Adam á afmæli í dag og á morgun til hamingju með dagana elsku vinur :) 

          Adam hélt uppá 50 ára afmælið sitt í gærkvöldi, ekkert smá gaman, frábær matur með frábæru fólki, takk fyrir okkur.  Held að Eyþór hafi hætt að spila rétt fyrir klukkan fimm í morgun og þá fóru nú líklega flestir að sofa, tæplega þó allir ef ég þekki mitt  fólk rétt.  Annar í afmæli var svo í dag, allavega héldum við það og héldu menn uppá daginn en afmælisbarnið sást ekki, líklega verið honum ofviða að halda halda hátíð tvo daga í röð..... orðinn fimmtugur hehe

           Krakkarnir fóru svo í bæinn á menningarnótt vona bara að þeim verði ekki kalt því mér finnst bara allt í einu í dag vera farið að kólna svo mikið. 

         

16. ágúst 2010

           Er greinilega alveg ferlega löt við að uppfæra, og ekki er það facebook sem truflar mig því ég skoða það ansi lítið þessa dagana.

        En það var farið í vatnið núna á laugardaginn, úr hlaði fóru 51 á hestum, held að við höfum bara sjaldan séð svona mikið í vatninu en þó fóru klárlega fleiri en 30 ú í eyju.  Þetta gekk allt svona ljómandi vel og þegar á reyndi var ekki svo djúpt vatnið, og allir komust í land án þess að detta, eitthverjar æfingar voru nú samt á Sverri á leiðinni heim en það er nú svosem ekki frétt.   Í gær fóru svo Bjössi, Jonni og Sverrir með hesta að Litla Hálsi en þar var hópur sem var á leið yfir vatnið, það gekk svosem en ansi mikil sandbleyta og svo var líka djúpt en allt hafðist þetta en þessi hópur var með rúmlega 50 hesta í rekstri.  Annars var nú ekkert smá sem rigndi á sunnudeginum svo það skýrir líklega vatnsmagnið í vatninu eða hvað?

        Í dag er svo búið að vera blíða, kannski aðeins úði í morgun en komin sól undir kvöld.  Síðasti stóri hópurinn er á ferð í Kringlumýri í dag, reyndar verða nú krakkarnir í sveitinni þar á ferð næsta föstudag hef ég trú á en þá verður riðið á Vallarmótið. 

      

10. ágúst 2010

           Mikið að gera í dag, fórum á Engjó en nú skal sko mála húsið að utan, gekk bara svona ljómandi vel,kláruðum að mála húsið en eigum eftir að mála í kringum gluggana og svo vindskeiðarnar en það er svosem lítið mál með svona góðann mannskap já og aðalmálið er bara að  byrja.  Hafði nú samt smá áhyggjur af Bjarka og Steinari þegar þeir voru að mála kvistina en þá voru þeir uppá þaki og mér fannst nú eins og þeir gætu alveg dottið en hef ekki frétt af því en Ási ætlaði að vera klár á að grípa þá.

9. ágúst 2010

Jonni á afmæli í dag til hamingju með daginn :)

           Fór með Júlíu uppá flugvöll í morgun :( eigum eftir að sakna hennar.  Sigga og Dóri fóru svo með Mirru undir Aron og komu með hana Arnljóti hennar Önnu Dóru heim en hún var sónuð með fyli, til lukku með það. 

           Guðni fann svo mikið veikann veturgamlann hrút út á túni, örugglega með lungnabólgu eða eitthvað allavega sprendi hann mælinn hjá dýralækninum var með yfir 42 stiga hita, það tóks því miður ekki að bjarga hrútnum en Unnur setti eitthvað í hann en það dugði ekki til og sálfsagt orðið allt of seint að meðhöndla hann. 

5. ágúst 2010

          Fór í Kúakrók í morgun að taka upp tjöldin, held svo að restin af deginum hafi farið í að brjóta þau saman og ganga frá, maður gerir þetta jú ekki í einum rykk heldur tekur pásur inná milli ;) 

4. ágúst 2010

Linda er fimmtug í dag til hamingju með daginn :)

                Við Júlía fórum með Hríslu undir Álffinn sem er staddur í Flagbjarnarholti, hittum Braga bónda þar nýkominn úr útreiðum.   Nú svo fórum við í Pulu en ætluðum að taka Hæru heim sem er hjá Dug en Hæra var á milli gangmála eins og Nös þannig að það er ómögulegt að segja hvort hún er með fyli svo við fórum tómhentar heim.

3. ágúst 2010

             Þá er Kúakrókur 2010 að baki, hátiðin tókst líka svona rosalega vel, allir sáttir og sælir já og heyrði meira að segja mann ungann mann segja að þetta væri mikið meira gaman en að fara til Eyja, svo hann var bara hér þó svo kærastan færi til Eyja.  Nú Sigga var í Eyjum og fannst rosalega gaman, held samt að næsta ár sé hún að hugsa um Kúakrók en kýkja kannski til Eyja á sunnudeginum, en það er nú langt í það.

        Við Dóri fórum svo að Langsstöðum og ætluðum að sækja Nös sem var hjá Ágústínusi og taka merar fyrir Önnu Dóru og Jón Bjarna í leiðinni, Nös var á milli gangmála og ekki hægt að segja til um hvort hún væri með fyli, Hilda var með 28 daga gömlu fyli og Hrísla í látum þannig að ég fer með hana heim í dag og sjáum til hvert hún fer svo. 

          Fór uppað Búrfelli með Freyju og Páli að kýkja á folöldin og þá sérstaklega hana Eldborgu en hún fer svo ansi skemmtilega úr hárum, ætlar bara að verða grá í fyrstu tilraun held ég bara.

         Annars bara allt í góðu, næstum  búið að rúlla Nesið en Bensi hélt að það væru kannski um 20 rúllur eftir sem verða væntanlega rúllaðar á morgun.   Nú svo var slegið á Hæðarenda í dag en samkvæmt veðurspá ætti að vera hægt að ná því á morgun.

30. júlí 2010

            Fór og sótti bílinn hennar Siggu í morgun en bílinn var svosem ekki alveg tilbúin en það var verið að laga filmurnar í honum, tók nú bílinn samt en fer aftur með hann eftir helgi.  Fór svo í bæinn í Tysabri, og eins og alltaf hitti ég skemmtilegt fólk, var svo komin heim uppúr klukkan fjögur en umferðin var bara í góðum gír þá.

           Fórum svo í Kúakrók, bara komið ansi margt fólk þangað og verður örugglega ansi gaman, og eins og vant er kemur fólk allstaðar að, Höfn, Búðardalur já og frá Ameríku, þjóðhátið hvað????? 

28. júlí 2010

          Ansi strembinn dagur í dag, byrjaði á að fara með Bjössa uppá flugvöll til að sækja krakkana, yndislegt að sjá þau aftur og Júlía kom með þeim heim :)  Hitti svo á mömmu og pabba í Norðlingaholtinu og fór í jarðaförina hans Gumma Þórs frænda en hann var bara 15 ára og dó úr krabbameini.  Jarðaförin var rosalega falleg og hún Gurra stóð sig eins og hetja, er ekki viss um að margar konur geti staðið upp í kirkjunni og sagt frá barninu sínu sem verið er að jarða.

         Nú þegar heim var komið fóru Dóri og Júlía á hestbak og gekk svona ljómandi vel, Sigga er svo að gera sig klára fyrir Þjóðhátíð en hún er að fara í fyrramálið til Eyja.  Við hin verðum á útihátiðinni hér heima það er Kúakrók 2010 en það verður bara gaman. 

25. júlí 2010

           Ágætt veður í dag ekkert farið að rigna, búin að heyra í krökkunum sem eru úti og Sigga er víst orðin ansi sólbrunnin vonandi fer hún nú að lagast og nú styttist í að þau komi heim. 

24. júlí 2010

            Við Bjössi kýktum á ættarmót í dag en það voru afkomendur Sveins og Krístínar, já hann átti víst tvær Kristínar sem konur og við erum semsagt afkomendur Kristínar fyrstu en flestir eru afkomendur Kristínar númer 2, þ.e seinni konu Sveins.  Við vorum nú bara þrír afkomendur Guðna afa sem mættum þarna en það vorum við pabbi og svo Bobba systir pabba.  Þetta var ljómandi gaman og heilmikið af fólki sem við þekktum en það er nú bara af því að það býr hér í sveitinni annars hefði maður sjálfsagt ekki þekkt neinn.

22. júlí 2010

         Hér er búið að vera að keyra heim rúllur í dag, snúast í kringum hross og þ.h.  Fór uppað Búrfelli að kýkja á hryssurnar og er orðin alveg klár á því að Jóra er geld og hún er líka bara lasin með mikið hor vonandi fer hún að braggast.  Þannig að nú er það bara hún Sóley hans Bensa sem er óköstuð. 

21. júlí 2010

Pabbi á afmæli í dag, til hamingju með daginn gamli.

     Skaust í bæinn í dag, aðeins að snúast og fékk líka þessa flottu pollagalla á útsölu, bíðið bara eftir að sjá litina sem ég fékk ;)  

20. júlí 2010

         Í dag var klárað að rúlla hér heima og bara eftir að keyra heim restina af rúllunum, já þar til sleginn verður seinni sláttur, svo er útiheyskapur líka alveg eftir.  Það var aðeins skýjað í morgun en um miðjann dag kýkti sólin á okkur.  Hér voru svo einir þrír hópar í hestaleigunni í dag þannig að það er nóg að gera. 

19. júlí 2010

Elva Lillian er eins árs í dag til hamingju með daginn skvísa.

         Heilmikið rennerí hér í dag á hestafólki bæði í leiguna og svo hópur með rekstur sem fór hér í geng á leið sinni í Ölfusið.   Nú svo var farið í stórveislu til hennar Elvu Lillian flott veisla fyrir flotta stelpu, takk fyrir okkur.

18. júlí 2010

          Alveg skelfilega heitt í dag, ég þoli allavega illa svona hita, fór samt í sólbað í ca 10 mín en þá var ég búin að fá nóg.  Hrossin virðast vera spræk eftir hestaferðina, mannskapurinn líka þokkalega sprækur held ég bara.  Bensi búin að vera að rúlla hér og þar aðalega þar og allt gengið bara þokkalega.  Rúlluvélin  bilaði reyndar en vonandi er það ekki neitt stórvægilegt. 

17. júlí 2010

         Rosalega flott veður í dag eiginlega allt of heitt, mikið þvegið af þvotti í dag enda mikill þurrkur.  Ég fékk svo fréttir af hestamönnunum í morgun, fannst nú eins og þeir hefðu næstum allir verið sofnaðir um hálftíu en líklega hefur það verið hálftvö en það þykir nú samt ansi snemmt miðað við Ganda og Gúbba.  Dettur nú helst í hug að það hafi vantað mig til að halda uppi stuðinu en svona getur þetta verið..... held nú að mannskapurinn hafi samt sofið fram að hádegi allavega eitthverjir en það var svo lagt af stað um fimm leitið heim á leið.  Hér mætti svo hópurinn um tíu í kvöld, fannst nú vera farið að þynnast hópurinn af þeim sem voru á hestbaki en trússbíllinn alveg pakkaður, menn farnir að eldast líklega.  Nú svo var ég með kjötsúpu fyrir mannskapinn þegar heim var komið, mikið góður dagur.

16. júlí 2010

        Byrjaði á að fara í Laugarás í morgun, er líklega með bronkítis, gott að það er ekki lungnabólga, en ég hlít að ná þessu úr mér með smá aðstoð lyfja.  Kom svo aðeins við á Minni Borg, þá var haldið heim og maturinn settur í ofninn, og brunað upp að Búrfelli að kýkja á hryssurnar og viti menn tvö ný folöld, en enginn tími til að skoða þau, sótti svo Rebekku í vinnuna kýktum aftur á Búrfellið en sáum ekki það sem við þurftum að sjá.  Brunuðum heim því ég var svo á leið í jarðaförinna hennar Dúddu á Seli og Rebekka út á tún að raka saman með Guðna.  Þegar ég kom svo úr jarðaförinni fó ég aftur upp að Búrfelli og nú gat ég skoðað þetta betur, Cathy fékk rauðstjörnótta hryssu sem verður grá og svo kom hún Hetta með móhöttótt hestfolald, er nú ekki alveg klár hver á þá hryssu já eða folaldið en held að það sé kannski alveg samkomulag um það en sjáum til.  Nú svo fór hluti af Göndum og Gúbbum á hestum í Kringlumýri undi kvöld veit svosem ekkert hvernig það gekk en sjáum hvort þau skila sér ekki aftur heim á morgun.

       Guðni Reynir og Bensi kláruðu svo að rúlla Kertúnið í dag og klára væntanlega austan farvegs í kvöld.  Þá tekur við að rúlla á næstu bæjum en við eigum bara eftir að slá fyrir norðan farveg og svo Nýræktina aftur fyrir utan svo þau tún sem við fáum að heyja í útiganginn.

15. júlí 2010

         Klukkan sex í morgun að íslenskum tíma voru krakkarnir komnir heim til Cathy eftir ferðalagið, það tók víst kukkutíma að fara fyrir landamærin, tekin fingraför og skönnuð augu bara eins og í bíomyndunum en þau komust í gegn sem  betur fer, þetta verður bara gaman þegar þau segja frá þessu þegar þau verða komin heim.

        Nú héðan að heiman er allt gott að frétta, sól og blíða og heyskapur á milli þess sem það kemur skýfall.  Við Linda fórum í morgun að Húsatóftum til hennar Valgerðar og sóttum okkur 10 hænur og 1 hana, þetta verður bara gaman og vonandi verða þær farnar að verpa á fullu undir jólin, eða áður en jólabaksturinn skellur á.

          Bjössi og Jonni fóru svo með Gjósku í sónar og hún er með 17 daga gömlu fyli, svo fóru þeir með Dinnu undir Tón frá Austurkoti, en Dinna er með þvílíkt flotta leirljósa hryssu með sér en sú er undan Álf. 

14. júlí 2010

          Dóri og Sigga fóru út í dag, þau áttu flug til Toronto klukkan 17.00 að íslenskum tíma og um klukkan ellefu í kvöld fengum við svo sms um að þau væru lent úti.  Þá tók við ferðalag yfir til Bandaríkjanna en þau verða hjá Cathy. 

13. júlí 2010

          Við fórum með hryssu frá Femming í sónar í dag, ekki fyl í henni og hún aftur komin undir Storm frá Leirulæk.  Fórum líka með hana Kötlu í sónar en ég átti nú alls ekki von á að það væri komið fyl í hana en viti menn 19-20 daga fyl sagði Palli, ekkert smá ánægð með það því það hefur gengið frekar illa að koma fyli í hana en það tóks semsagt loksins, Tintron seigur, hann er nú samt ekki kátur með að vera bara með eina hryssu hjá sér núna, og sú er líklega með fyli, aumingjans karlinn.

        Nú svo fara Sigga og Dóri út á morgun en þau eiga flug klukkan 17.00 og fljúga til Toronto en þangað sækir Cathy þau verður mikið gott þegar þau verða komin ,,heim" til Cathy og fj. 

11. júlí 2010

           Var dugleg að skoða hrossin í dag, byrjaði á Dinnu og folaldinu hennar sem er leirljós hryssa undan Álf og tók myndir, ansi flott hryssa sem hann Óli fékk, til hamingju með hana.  Nú svo var það Búrfellið, var nú næstum klukkutíma þar í flugnageri og tókst að sjá með fullri vissu að nýja folaldið hans Flemmings er jörp hryssa en hún er undan Emblu og Storm frá Leirulæk.  Tók slatta af myndum þar.  Svo fór ég niður á Hraun með Páli og Freyju og skoðaði fullt af hrossum, fannst nú leiðinlega mörg hross hósta já og vera með hor, en vonandi fer þetta að klárast.

10. júlí 2010

           Stefnan tekin heim í Miðengi í dag, lögðum af stað um hálf átta í morgun og byrjuðum á að fara niður á Rauðasand, mjög gaman að því.  Síðan keyrt beint í Bjarkarlund og fengið sér í gogginn.  Nú þá var það Búðardalur næst en þar beið Gróa með kaffi og kökur ekkert smá flott, takk fyrir okkur.  Svo var bara keyrt beint heim og við komum heim um fimm leitið.  Héðan að heiman var það svo að frétta að folaldið dó því miður og hryssunni virðist bara alveg sama.  En hún Dinna kastaði svo í morgun og kom með leirljósa hryssu, held allavega að hún sé leirljós frekar en ljósrauð.  Fer á morgun og tek myndir ef veðrið er gott. 
         Fórum svo í kvöld og kýktum á myndlistasýninguna hans Braga, vá hvað þetta eru flottar myndir og alveg útilokað að velja eina flottustu mynd....held að ég hafi allavega séð 6-7 sem mér fundust allar flottastar....komum heim um ellefu leitið, kýkti á Dinnu og folaldið en þær mæðgur voru bara sprækar, en nú  verður  aldeilis gott að komast í bælið.

9. júlí 2010

            Í dag fóru Bjössi, pabbi, Ingþór, Jonni og Þóra á sjóinn, þau veiddu þorsk og ýsu, kola og 11 makríla, þannig að það voru ansi kátir veiðimenn og kona sem komu heima.  Eftir hádegið voru strákarnir svo agalega almennilegir að þeir buðu okkur út á Patreksfjörð, en þar áttum við að komast í búðir, já og kannski væri líka moll þarna.  Við gleyptum við þessu og viti menn, af eitthverjum óskiljanlegum ástæðum rötuððu þeir beint í ríkið og komust svo að því að það væri nú bara matvörubúð og apótek á staðnum og þá var nú bara brunað beint heim aftur.  Við ætluðum að grilla humar um kvöldið svo humarinn var hanteraður, og gerður klár á grillið, nú svo var makríllinn líka gerður klár.  Næst lá leiðin út í sundlaug en þar var keppnin um Vestfjarðarvíkinginn á ferð og ekki vildum við nú missa af því.  Það var mjög gaman að fylgjast með strákunum slást við tunnurnar í sundlauginni, ég sá þarna var einn keppandi með svo flottann hanakamb svo ég ákvað að halda með honum, held að hann hafi fengið þriðja sætið en er nú ekki viss.  Eftir keppnina var svo komin tími til að halda heim og grilla og ekkert smá góður humarinn, nú og sumum fannst makríllinn líka æði, en ég smakkaði hann nú ekkert að ráði held að það hafi samt verið silungabragð af honum.

        Nú og smá kveðja til Kidda frænda, takk fyrir lánið á  bátnum þínum já og herberginu þínu líka höfðum það rosalega gott. 

        Að heiman var það að frétta að hryssan hennar Cathý var köstuð og átti bleikblésótta, leirljósa líklega líka hryssu.  Merarskömmin var nú í fyrra fallinu að kasta og vildi svo bara alls ekki folaldið.  Krakkarnir búnir að vera að mjólka ofaní folaldið og gengið vel að gefa því að drekka, hryssan var nú aðeins farin að mildast undir kvöld en þá var líka aðeins farið að draga af folaldinu, líklega ekki komist nógu snemma á spena, en Dóri ætlar að vaka yfir því í nótt og sjá hvað hann getur gert. 

8. júlí 2010

            Í dag var stefnan tekin í Selárdal og safnið þar skoðað, rosalega var nú kalt þarna.  Fórum svo að skoða Uppsali þar sem Gílsi bjó.  Í bakaleiðinni var svo farið á Bíldudal og Skrímslasafnið skoðað, rosalega gaman að skoða það.  Nú þar hittum við svo hana Ragnhildi í Ártanga og fj.  Ætluðum að skoða safnið hans Jóns en hann var ekki heima svo við fórum bara aftur heim.  Fórum svo heim og ákváðum að fara út að borða á Hópinu fengum alveg rosalega góðann mat eins og alltaf.

         Heima var svo klárað að heyja, Dóri og Sigga fóru með Lísu í sónar sem er með fyli en hún fór undir Þórodd þannig að ég get nú verið mikið sátt með það. 

7. júlí 2010

          Letidagur heima í dag, farið í sund og létum okkur líða vel, keyptum okkur silung sem var grillaður ekkert smá gott eins og alltaf.  Nú að heiman var það að frétta að það var slegið dálítið,  hausinn hatturinn og kjarrtún. 

6. júlí 2010

          Nú var stefnan tekin á Tálknafjörð, kýktum við á Flateyri.  Næsta stopp var svo á ættaróðalinu hans Ingþórs sem er við Þingeyri en þar var stoppað í þvílíkri blíðu.  Nú þá var stefnan tekin á Hrafnseyri en þangað á tengdapabbi ættir að rekja, þar var jú farið í vöfflur og kaffi.  Þar sáum við frændfólki Lindu úr Þrándarholti bregða fyrir.  Næst var komið við hjá Dynjanda og þaðan brunað heim í Tálknafjörð.  Þar var svo grillað þetta fína folaldakjöt og allir búnir að éta yfir sig.

5. júlí 2010

          Þá var komið að því að bruna vestur í ferðalagið okkar.  Vorum 11 sem fórum á 3 bílum, fyrsta stopp var í Borgarnesi þar hittum við hana Stínu okkar en hún var líka á leið vestur en með hóp af frönskum ferðamönnum, nú svo fórum í gegnum Búðardal, fyrsta stopp var svo á Hólmavík og Galdrasafnið skoðað, verð nú að segja að við urðum öll fyrir vonbrigðum.  Nú en hittum Kristjönu og Pétur þannig að það var nú ekki til einskyns að stoppa þar :)  Nú svo var brunað á Ísafjörð en stoppuðum aðeins í Súðavík í leiðinni.  Við gistum svo á Hótel Ísafirði, fórum út að borða er nú ekki alveg klár á hvar það var en ég fékk þennann líka fína plokkfisk.  Nú við Bjössi kýktum svo á hana Björk og hundana hennar um kvöldið ekki leiðinlegt það.

       Nú að heiman  var það að frétta að hann Flemming fékk eitt folald en það er jörp hryssa undan Emblu og Storm frá Leirulæk. 

4. júlí 2010

           Ekkert bólar á fleiri folöldum en nú veðja ég á að Dinna eða Embla verði næstar.  Nú við erum svo að fara vestur á morgun,  byrjum á að sækja hana Þóru okkar á Akranes svo er það  Ísafjörður og svo er það Tálknafjörður á þriðju dag, veit svo ekkert hvenær við komum heim.  Krakkarnir verða heima og hugsa um húsið og hundana, já og þetta eru nú ekki krakkar lengur allt orðið fullorðið fólk.  En ég semsagt uppfæri ekkert fyrr en ég kem heim aftur.

3. júlí 2010

           Þá er semsagt seinni hlutu ársins genginn í garð, ég get strax farið að hlakka til folaldana að ári já og byrjað að bíða eftir lömbunum en kannski væri ráð að klára sumarið fyrst og haustverkin, já og kannski að heypa til ánna áður en ég fer að bíða eftir lömbum.

         Annars bara rólegheit í dag, fórum svo í mat til Hödda og Möggu uppí bústað í kvöld. Það var nú svo ansi góður hópur sem fór hér á hestbak í kvöld, nú er bara að sjá hvernig þetta gengur og vona að hestarnir séu þokkalega sprækir. 

2. júlí 2010

Í dag er dagur númer 183  árinu og 183 dagar eftir.....

           Fór í bæinn í dag en það var semsagt Tysabri dagur í dag, það gekk bara ljómandi vel.  Nú þegar heim var komið fór ég að skoða hryssurnar, Mínúta er köstuð og þar kom brúnn hestur, ansi sperrtur.  Valka sótti svo Þrúði sína og fór með hana undir Arnodd.
          Krakkarnir eru svo farin í Galtarlæk, talaði við Dóra um tíu leitið til að athuga hvernig gengið hefði að tjalda, svarið sem ég fékk var að hann og Ási væru búnir að taka tjaldið úr kassanum og nú væri ekkert að gera nema að bíða eftir Bjarka, en Bjarki, Sævar og Steinar voru víst í röðinni við hliðið,  þannig að ef þeir komast ekki inn í Galtarlæk verður klárlega ekki tjaldað.....það væri nú gaman að sjá hvernig þetta á eftir að ganga hjá þeim að tjalda en Sigga var nokkuð klár í sínu pallhýsi :)
 

1. júlí 2010

           Búið að vera rok og rigning í dag,  vona  bara að askan í loftinu minni eitthvað en það var agalega mikil aska í gær fyrir austan.  Nú í dag eru Bjössi og co búin að vera að koma pallhýsinu á bílinn það var nú reyndar sett á í gærkvöldi en verið að koma öllum tengingum í lag en krakkarnir eru að fara í Galtalæk og auðvitað verður Sigga prinsessa í pallhýsinu nú hinir geta svo bara legið í tjöldum.... vonandi fá þau bara gott veður en held að spáin sé bara fín.

          Ég átti svo að fara í Tysabri í dag en það var hringt úr bænum og lyfið ekki komið í hús eða eitthvað og ég fer þá bara í Tysabri á morgun. 

30. júní 2010

              Það er svona þegar maður er latur að uppfæra þá er algjörlega gleymt það sem var í gær.  Hvað um það bara ansi mikið sem við afrekuðum í dag, ég byrjaði á að fara á Selfoss fyrir hádegi.  Eftir hádegið þá fórum við Sigga og Dóri að heimsækja Aron Bjarna, mikið gaman að sjá hann aftur hressann og kátann.  Nú þaðan var stefnan tekin í Langekru að kýkja á folöldin undan Tintron en þau eru nú bara ansi flott og margir litir.  Þá var næst að koma við í Akurey og sækja hana Tvíböku hennar Lísu en Tvíbaka var hjá Þristi og er með fyli.  Næsta stop var í Árbakka hjá Huldu og Hinna að sækja Gjósku og Bóthildi en Gjóska var hjá Aroni en Bóthildur var nú bara að leika sér held ég bara.  Í heimleiðinni komum við við í Austurkoti og skildum Bóthildi eftir hjá honum Heiðari en hún ætlar að halda honum selskap í sumar.  Fórum svo með Gjósku og Tvíböku uppá Búrfell og vorum komin heim undir kvöld, ansi dugleg í dag.

29. júní 2010

          Við Sigga fórum í bæinn í dag, en Sigga ætlaði að hitta á Eddu og Þorra og aðeins að kynna sér út í hvað hún væri að fara með því að fara í lögfræðina.  Hún kom heim með búnka af bókum og leist bara ljómandi vel á þetta. 

28. júní 2010

           Þá er hún Þrúður köstuð og ég fékk líka þennann fína móálóttskjótta hest, ansi fallegur bara.  Nú svo kýkti ég á hryssurnar á Búrfelli og þar var hún Sæunn hans Péturs köstuð með rauða hryssu, komst nú ekki í nógu gott myndafæri við þær mæðgur en reyni aftur fljótlega.           

27. júní 2010

         Ansi mikið ryk og líklega aska hér seinnipartinn í gær en mun skárra í dag.  Í gær var gamla nýræktin slegin, nú svo var snúið í dag en það er svosem ekki búinn að vera þurrkur, þvotturinn þornaði samt á snúrunni þar sem það er þak yfir snúrunni, en það dropaði hér aðeins í dag og náði að blotna seinnipartinn.  Það er nú samt ekkert að ráði og vonandi verður hægt að ná heyjinu saman á morgun.

       Nú það fer svo að styttast í folöld held að annaðhvort Þrúður eða Mínúta verði næstar, og þá Dinna og Sæunn þar á eftir en veðja á að Þrúður og Mínúta verði kastaðar fyrir næstu helgi.  En sjáum til. 

25. júní 2010

           Fór með Eldingu í sónar í dag og loksins hryssa með fyli en hún fór undir Tintron þannig að nú er búið að sóna tvær hryssur með fyli.  Ætli það verði ekki um hálfur mánuður í að næstu hryssur séu tilbúnar í sónar en það gætu orðið um fimm hryssur svo nú er bara að krossa fingur og vona það besta. 

24. júní 2010

          Merarstúss í dag, Sigga og Dóri fóru með Hæru undir Dug, seinnipartinn fórum við svo með Gjósku í sónar og ekkert fyl í henni :( þá var farið uppað Búrfelli og Þrúður sótt en það er farið að styttast ansi mikið í hana.  Nú svo skutluðust Sigga og Dóri með Gjósku aftur undir Aron þannig að nú er bara að vona það besta og mér finnst nú að það mættu fara að sónast hryssur með fyli.... 

23. júní 2010

         Búið að vera skelfilega heitt í dag, fór á Selfoss í morgun, eftir hádegið fór ég svo með tengdamömmu í Laugarás og þegar ég kom heim þá fórum við Dóri uppað Búrfelli að skoða hryssurnar, held að nú sé farið að styttast í hana Þrúði, kannski hún verið bara köstuð fyrir mánaðarmót. 

22. júní 2010

            Fór í heimsókn til Heimis í Útey í morgun, bara verið að kýkja á hrossin hjá honum, það fór nú svo þannig að ég fékk lánaða kerru og kom með eitt stykki meri hér heim sem Dóri ætlar að spjalla við.  Vonandi gengur það bara upp.  Nú eftir hádegið fórum við svo að Þóroddsstöðum að ná í hana Lísu sem var hjá Þóroddi, fórum með Lísu uppað Búrfelli og tókum hana Dinnu heim en nú er farið að styttast í hana já og svo brúnu hryssurnar þarna uppfrá.  Hélt nú að hún Jóra hefði kastað í gær en eftir margar hringir og myndatökur er niðurstaðan sú að þetta er hún Gnótt sem hann Flemming á en Gnótt fór undir Sigur frá Hólabaki og það kom líka þetta sperrta og flotta hestfolald.  

21. júní 2010

         Fór uppað Búrfelli í dag og þar var ein nýköstuð hryssa, er nokkuð viss um að þetta er hún Jóra en hún átti rauðstjörnóttann hest undan Illing, þetta er því fjórða Illingsafkvæmið sem fæðist hér í vor, þrjú rauð og eitt jarpt....Illingur hvað.....hvað um það ég á svosem ekkert af þessum folöldum hehe.  Nú ég taldi að það væru 10 ókastaðar hryssur eftir. helmingurinn í eigu útlendinga, restin dreifist svo á hina og þessa, bara ein sem er á mínum vegur eftir. 

        Nú hér stendur svo til að fá sér hænur, það var farið á Engjó í dag og skúrinn sóttur, hann var víst orðinn dálítið fúinn í botninn svo það var virkilega ágætt að fjarlægja hann áður en hann hefði grotnað niður, úr skúrnum verður svo gerður hænsnakofi, líklega verða hér komnar hænur fyrir mánaðarmótin ;) 

20. júní 2010

       Svaf til klukkan tíu í morgun, sef nú næstum aldrei svona lengi, var nú samt ansi mikið þreytt og tókst að sofna aftur heftir hádegið, semsagt búin að vera sofandi meira og minna í allann dag, verð vonandi sprækari á morgun. 

19. júní 2010

       Dagurinn byrjaði eiginlega hjá mér um miðnætti en þá þurfti ég að skutlast með handleggsbrotna konu í Laugarás, þar var hún mynduð en ekki alveg ljós hvort hún væri brotin eða úr lið, nú svo ég brunaði með hana í bæinn á Slysó, þar kom í ljós að konan var jú brotin á upphandlegg ég allavega gat ekki skilið betur og ekki hægt að setja hana í gifsi þannig að hún var bara vafin eins og rúllupylsa.  Henni leið nú frekar illa verð ég að segja, ég var svo komin heim um hálfsex í morgun en þá sátu Bjössi og Geir enn og ræddu málin en mér skildist að Evróusambandsmál hafi aðallega verið rædd en Sigga og Geir voru alls ekki sammála í þeim málum,  Sigga var í raun enn gáttuð þegar hún vaknaði í morgun, gat bara ekki skilið hvernig fólk gæti verið svona vitlaust, ætli Geir hafi ekki hugsað eins þegar hann vaknaði í morgun en allavega voru þau ekki sammála.  Geir var í bústað útí Ásgarði held ég og hjólaði svo út í bústað um morgunin á eitthverju fjallahjóli, hann hjólaði hér í gegnum hraunið og hringdi þegar hann var kominn á bústaðinn, var alveg eldsnöggur.

         Fór svo eftir hádegið að kýkja á Hæru svona af því að það var svo gott veður og haldið þið ekki að hún hafi bara verið kösuð, þetta folald er undan Sporði frá Bergi, var að vonast eftir skjóttri vindóttri hryssu, og varð að hluta til að ósk minni en ég fékk semsagt bleikálótta hryssu, ekkert skjótt og ekkert vindótt en falleg og bleikálótt og hryssa sem er jú aðalatriðið.

18. júní 2010

           Rigning í dag allavega fyrripartinn en minni rigning undir kvöld en svo fór að rigna aftur.  Jonni prufaði að fara á hestbak og klárinn fór að hósta með það saman, þessi pest virðist ekkert vera að hörfa. 

17. júní 2010

           Rosalega heitt í dag, en ekki svo mikil sól fyrripartinn allavega.  Fórum uppí kirkjugarð og kýkjum á folaldsmerarnar í leiðinni, held að það sé ekkert folald á leiðinni á næstunni, hugsa að Hæra verði næst, já eða eitthver brún hryssa sem er hér í hagagöngu en það kemur bara í ljós. 

16. júní 2010

           Rigndi ansi mikið í nótt og morgun en núna seinnipartinn var komið þetta fína veður.  Fór uppað Búrfelli að kýkja á hryssurnar og það voru komin tvö folöld, annað undan móálóttri hryssu sem Flemming á, en sú hryssa fór undir Illing og það kom rauðstórstjörnótt, líklega hryssa.  Nú og svo var hún Þokkadís köstuð og átti aftur pínulítið folald eins og í fyrra, nema nú er það bleikur hestur, en Þokkadís var haldið í byrjun sept og því ekki búin að ganga lengi með þetta folald, ca 9 og hálfann mánuð. 

         Gróa og Toni eru svo hér í sveitinni í útilegu nú og Svenni kom í heimsókn í dag gaman að því.  Nú í gær var líka dálítill gestagangur, Sigga frá Kringlu kom með krakkana hennar Maríu nú og svo voru mamma og pabbi hér á ferð líka. 

14. júní 2010

            Búið að rigna mikið í dag.  Við Sigga fórum með Bóthildi í sónar einn ganginn enn og nú var hún skoluð út til öryggis, verður svo haldið undir helgi.  Svo fórum við með Lísu undir Þórodd vonandi heldur hún en eins og staðan er í dag er bara búið að sóna eina hryssu með fyli.

         Annars er svosem lítið að frétta, Sigga og Dóri ætla að heimsækja Cathy og fj í júlí, sýnist allt stefna í að krakkarnir fljúgi til Toronto en veit ekki alveg hvaða leið þau koma heim en þau verða allavega komin heim fyrir versló. 

13. júní 2010

            Það var ættarmótshittingur út i bústað hjá Dóru frænku í gær, þetta voru semsagt afkomendur Valgerðar og Guðmundar foreldrar Kidda afa.  Fannst bara koma ansi mikið af fólki, já og mikið af fólki sem ég hafði aldrei séð áður, en fannst nú vanta gömlu frænkurnar, en þær eru nú líklega komnar yfir nírætt og kannski ekki alveg ferðafærar já eða staðið illa á.  Hvað um það það var bara mjög gaman og takk fyrir okkur.

12. júní 2010

            Fórum í gærkvöldi út að borða, við vorum sex sem fórum, við Bjössi, Jonni og Linda og svo tengdó.  Fórum á hótelið á Selfossi og fengum frábærann mat, kýktum svo við hjá Gests og Krissu áður en við fórum heim.

             Fór í morgun að kýkja á hrossin og allt í fínu standi.  Nú það er búið að rigna dálítið í dag sem er bara frábært.

          Hér var svo hringt í dag útaf kind sem var komin uppí Ása og var fótbrotin, afturlöppin á henni var alveg í tvennt og ekkert að gera nema að lóga henni.  Lambið hennar var bara sett út í tún og vonandi nær það að stækka eitthvað í sumar. 

11. júní 2010

          Fór snemma í morgun að kýkja á hryssurnar og hún Rauða Fjöður var köstuð, það kom rauð hryssa undan Illing, ekki leiðinlegt að fá hryssu þó svo það hefði nú verið meira gaman að hafa hana skjótta en hvað um það.

        Sé að það lekur bara heilmikið úr nösunum á Lísu og Nös, og meira að segja lekur úr folaldinu sem fæddist í gærkvöldi, finnst það nú full gróft.  Nú er bara að fylgjast vel með folöldunum já og hryssunum og grípa inní ef þetta versnar, hvað svo sem hægt er að gera. 

       Nú karlarnir fóru svo út á læk að kýkja á reiðhestana en nú eru átta vikur síðan reiðhestarnir veiktust, og líklega fjórar vikur síðan hrossin voru sett út.  Þetta var nú eitthvað skárra núna fyrr í vikunni þegar karlarnir fóru að líta eftir þessu en í dag þegar þeir fóru þá var bara mikið nefrennsli og hor, þannig að þetta er ekkert að lagast sýnist okkur.  Dóri jafnvel farinn að tala um að fara bara aftur á hestbak í haust, hann sér bara varla fram á að þetta verði neitt í lagi fyrr en vonandi fer þetta að lagast, það er svo spurning hvort menn eiga nokkuð að keyra fé á fjall ef maður sér ekki fyrir endann á þessu en held nú að við keyrum féð á fjall nú og hrossin verða enn veik í haust þá veður  bara að taka á því þegar þar að kemur, spurning hvort fjallmenn  fari að koma sér í form svona ef þeir þyrftu að labba....

10. júní 2010

        Langþráð rigning búin að vera hér í gær og morgun, rigndi líka mikið í nótt en ég var á röltinu að fylgjast með henni Nös, hún dró það nú dálítið að kasta en nú í kvöld var hún loks köstuð og stákarnir fengu jarpa hryssu.  Sá svo að hryssa sem er hér í fóðrun var komin að köstun kýkji aftur á hana í fyrramálið en hún er líka með Illing eins og Nös þannig að kannski splæsti hann skjóttu á það folald en sjáum til. 

8. júní 2010

          Lísa mín kastaði í morgun, var köstuð um níu leitið og ég fékk brúnstjörnótta hryssu sem fékk nafnið Öskubuska.  Annars bara rólegheit í dag, átti nú ekki von á að Lísa kastaði í dag en kýkti á hana í gær og ekki kominn mikill stálmi í hana.  Nú held ég að Nös verði næst, í fyrra voru sex dagar á milli þeirra en líklega hafa þær haldið sama daginn. 

7. júní 2010

         Mikið flakk búið að vera á mér í dag, byrjaði á að fara á Selfoss fyrir hádegi og snúast eitthvað smá.  Kýkti svo á hryssurnar uppá Búrfelli en það er aðeins farið að koma undir Þrúði og Þokkadís en held nú samt að Lísa verði fyrst hér heima.

        Nú svo fórum við Dóri með Hildi og Bóthildi í sónar, Hildur er með 17 daga fyl var okkur sagt, en hún fór undir Forseta, aftur vorum við líklega aðeins og snemma á ferðinni með Bóthildi því það var ekki hægt að staðfesta fyl í henni en ekki heldur að sjá að hún væri að byrja í látum svo ég krossa bara fingur og fer með hana aftur í næstu viku. 

       Svo fórum við Guðni og Rebekka að Fossi að sækja kálfa, komum heim með sex nautkálfa svo er bara að bíða og sjá þá stækka. 

6. júní 2010

        Kerhestar buðu sveitungunum í skoðunnarferð inní Kringlumýri í kvöld, þetta tókst bara ljómandi vel og held bara að allir hafi verið ánægðir með ferðina.  Allavega mikið sáttir Miðengismenn sem komu hér heim í nótt. 

4. júní 2010

Höddi er fimmtugur í dag til hamingju með daginn elsku Höddi

          Var mikið á ferðinni í dag, fórum með alla bílana í bón á Litla Hraun og ekkert smá fínir bílarnir þegar þeir komu þaðan, en þeir voru nú fljótir að öskufalla eða þannig, mikið  öskufjúk þessa dagana en samt þokkalegt skyggni.  Nú fórum svo í óvænta afmælisveisu sem við héldum handa Hödda, mikið gaman þar.

         Nú svo er Eyjafjallajökull farinn að hósta uppúr sér restunum vona ég allavega, en það er semsagt eitthverjir smá pústrar að koma.

3. júní 2010

           Fór í bæinn í morgun í Tysabri, ansi mikið mold/öskumistur þegar ég kom heim bara ömurlegt, en þó ekkert í samanburði við það sem aðrir þurfa að þola.

           Sigga og Dóri fóru með Gjósku undir Aron í dag og nú er bara að krossa fingur og vona það besta. 

1. júní 2010

           Næstum engin aska sem féll hér í nótt, en sá svo í kvöld að það hafði aðeins fallið aska hér í dag en ekkert að ráði.  Fór annars á Selfoss í dag, nú og svo komu hér danskar mæðgur að skoða tryppi sem þær eiga hér.  Skutlaði svo Dóra uppí Reykholt í kvöld en hann  fékk þá flugu í höfuðið að fara að keppa í fótbolta.

         Hestarnir hér eru enn veikir, smá nefrennsli og svo eru sumir sem hósta.  Það kom samt fólk í hestaleigu hér í dag, en þetta var fólk sem aldrei hafði farið á hestbak og það var bara farið stuttur hringur á feti.  Trausti sem er einn af hestunum sem er notaður í leiguna stóð sig aldeilis  vel, hann lítur nú ekki út fyrir að vera veikur en hann sá sér leik á borði í miðri ferð og stoppaði og lagðist.....það eru víst til svona hestar sem eru búnir að fatta hversu sniðugt það er að leggjast bara í miðjum reiðtúr, maður hefur svosem heyrt um þetta aldrei orðið vitni af þessu.   Mér fannst þetta ekkert smá fyndið....en sjálfsagt hefur krökkunum sem fóru með útlendingana nú og eins konunni sem var á baki, ekki þótt þetta fyndið.

31. maí 2010

          Hér byrjaði bara aska að falla fyrir hádegi, og ég sem hélt að þar sem eldgosið væri búið þá væri þetta ekki á leiðinni hingað.  Hér var meira að segja ekki mikill vindur en hvað um það, það kom bara góður slatti af ösku hér og hægt að rekja spori í öskunni hér úti á palli. 

30. maí 2010

          Það smá fækkar fénu sem er óborið annars bara allt í rólegheitum.  Búin að taka hrossin heim sem voru í hrauninu en Skjóni var eitthvernveginn búinn að koma sér inní Gíslagirðinu og komst ekki til bara en var fljótur heim  þegar  búið var að koma honum í gengum hliðið.  Rosalega heitt og gott veður bara annars ekkert um að vera. 

29. maí 2010

          Mikið að gerast í dag, Eurovision dagur í dag, þar sem við vinnum klárlega....eða ekki, sem féll reyndar alveg í skuggann af kosningum eða þannig því hér var kosið til sveitastjórnar og viti menn í Miðengi geta menn og konur tekið gleði sína á ný, C listinn náði meirihluta :) frábært og til hamingju Grímsnesingar :)
        Hér var semsagt horft á Eurovision, Inga og Reynir komu, nú og svo kom vesturbæjargengið (Jonni, Linda og co) suðurbæjargengið (Sverrir, Karítas og Elva Lillian) já og Blésastaðagengið (Inga Dóra og Gummi og co) nú og svo voru Ingþór, Hulda og Elvar hér, mikið gaman bara og sérstaklega eftir að úrslit kosningana hér í sveit voru ljós. Við Guðni Reynir keyrðum mannskapinn út á Borg þegar búið var að svæfa hjá Sverri og Karítas en tvíburarnir pössuðu.  Vorum svo að koma heim um tvö í nótt eftir gleðskapinn á Borg.

28. maí 2010

           Fór austur í Hemlu í dag að sækja Gjósku en nú er komið að mér að halda hryssunni, vá hvað mér fannst mikil aska þarna, þetta leit voða vel út frá veginum en það þyrlaðist bara upp aska jafnvel þó lömbin væru á ferð og varð bara hálf blint ef skepnurnar hreifðu sig, fannst þetta nú frekar ömurlegt og sjáið til þetta er á "besta stað" eða þannig, það er líklegast minnsta askan þarna á þessu svæði eða þannig.  Allavega gott að vera búið að koma Gjósku og folaldinu hennar henni Eldborg úr öskunni.

         Nú svo kastaði Hrefna hér seinnipartinn í dag en Sverrir á þetta folald og fékk hann akkúrat það sem hann óskaði sér móvindóttann hest og ekkert smá flottann líka.

        Það var svo farið inní Kringlumýri að mála áðan, Sigga, Dóri, Sævar, Bensi, Reynir, Jonni og Bjössi fóru inneftir og kláruðu að mála kofann að utan held ég :)  

27. maí 2010

           Frábært veður í dag einn daginn enn í röð og auðvitað vill maður þá fá rigningu núna...ekkert nógu gott eða þannig.  Bjössi, Sigga og Dóri búin að vera að mála pallana hér í dag.

         Sauðburður er langt kominn held að það séu um 15 ær óbornar og líklega er restin af gemlingunum geldir en er þó ekki alveg viss.

         Annars bara allt við það sama ekkert folald á leiðinni allavega ekkert sem ég veit um, en þær hafa nú svosem platað mig áður, reyndar kastaði Gjóska okkar Vignirs austur í Hemlu í dag, fer á morgun og sækji hana en ég á að halda henni næst og hugsa nú bara að hún verði hér eitthvað áfram það er jú ekkert spennandi að vera þarna í öskunni og rykinu sem því fylgir. 

26. maí 2010

          Held að í dag hafi það bara verið þrjár kindur sem  báru.  Sigga og Dóri fóru austur að Árbakka að sækja Bóthildi sem var hjá Aron, og ég er bara  búin að vera heima að þvo þvotta...... það fylgir jú svona mörgum næturgestum. 

25. maí 2010

          Dagurinn í dag fór í að koma gestunum mínum út á flugvöll, ansi er nú húsið tómlegt enda munar nú um hvort við erum sex eða ellefu í heimili.  Annars sauðburður bara í rólegheitum og rúmlega það, bara næstum ekkert að gerast. 

24. maí 2010

          Viska var nýköstuð í morgun um hálfsex þegar ég fór út að skoða, það kom bleikálóttur vindóttur hestur og bara fallegur.  Nú það var svo farið út í hraun að sækja Tvíböku en þegar kapparnir voru komnir niður í Far, var rauða hryssan með bleika folaldið orðið að jarpri hryssu með brúnt folald....Elding var semsagt köstuð og fannst sem betur fer svona snemma því hildirnar voru fastar í henni eins og alltaf svosem.  Þannig að Lísa gat bjargað því.  En semsagt átti Elding brúnann hest og svo fannst nú Tvíbaka en hún er með bleikblésóttann hest og ekkert smá flott blésa já og folaldið reyndar líka.

         Nú Cathy og co fóru svo í Borgarfjörðinn og á Langajökul í dag með Þorsteini, bara vel lukkuð verð skildist mér og frábært veður :)  Á morgun á svo hópurinn minn flug út en skildist nú á Connor að hann ætlaði að verða eftir hér (sér kannski framá smá frí í skólanum hehe) 

22-23. maí 2010

Connor er átta ára í dag 22 maí  til hamingju með afmælið :)

          Þá er það sleppitúrinn sem var farinn í dag, hestarnir með hálfgerða flensu svo það var bara farið í rútu í ferðina og hrossin höfð heima.  Þetta tókst svona ljómandi vel, byrjuðum að koma við á Ormssstöðum hjá henni Guðný, frábærar móttökur eins og alltaf, takk fyrir okkur.  Nú svo var stoppað við Brúará og farið í eitthverja leiki.  Þá var stoppað í Hveratúni en þar voru líka þessarfrábæru móttökur og enn og aftur takk fyrir okkur.  Svo var farið á hótel Hvítá til Snæbjörns og enn og aftur frábærar móttökur og ekkert smá góð kjötsúpan sem við fengum þar já og ég tala nú ekki um veðrið, en það fylgir kannski hótelpöntuninni, allavega var þvílíkt gott veður í morgun þegar við vöknuðum að það var nú varla verðandi úti allavega þoli ég illa svona hita.  Á heimleiðinni komum við svo við í Hraunborgum en hún Særún okkar er fimmtug í dag 23 maí.  Þetta var ansi flott hjá okkur held ég bara það koma rúta semsagt að sumarbústaðnum sem hún var í, og þrjátíu manna kór undir stjórn Magnúsar Kjartanssonar kom og söng fyrir afmælisbarnið.  Segi nú ekki alveg að kórinn hafi látið að stjórn en þetta tóks bara svona rosalega vel. Til hamingju með daginn enn og aftur Særún okkar.

         Nú þegar heim kom ákváðu Júlía, Dylan og Kim að ganga á Búrfellið, veðrið aldeilis frábært, ég skutlaði þeim uppað fjalli og svo löbbuðu þau uppá fjall og komu svo labbandi heim, mikið ánægður hópur sem kom hér heim eftir fjallgönguna enda mega þau bara vera stolt af sér krakkarnir.

        Bensi,  Lísa og Dóri fóru svo útí hraun að skoða hest frá Lísu og Dóra og sáu þá að Tvíbaka hennar Lísu var köstuð, áttum nú ekki von á að hún kastaði fyrr en í júní en hún semsagt lék á okkur, Bensi sagði mér að þau héldu að þetta væri bleikblésótt merfolald, en hann var nú ekki alveg viss um litinn, skil nú ekki hvernig hann var viss um að þetta væri hryssa en kannski ég hafi misskilið eitthvað en vonandi tekst að koma hryssunni heim á mogun og skoða þetta betur og taka myndir.

        Svo er farið að leka úr Visku þannig að hún hlítur að kasta í nótt reyndar var farið að leka úr henni í gær þannig að þetta hlítur að vera að detta úr henni. 

21. maí 2010

           Stór dagur í dag hjá henni Siggu okkar en hún er semsagt að útskrifast sem stúdent.  Þetta gekk allt ljómandi vel og stelpan ekkert smá flott.  Vorum svo með smá veislu hér heima en það var nú bara heimafólkið sem við buðum í veislu en þetta var nú samt um 40 manns.  Ekki leiðinlegt að eiga svona marga að :)  Sigga var alsæl með daginn og takk fyrir okkur :) 

20. maí 2010

            Loksins komin regla á sauðburðinn hjá okkur en nú er ég semsagt búin að marka allt sem hægt er, en auðvitað verður meira að marka á morgun en það er nú bara eins og það á að vera, allavega búin  að ná í skottið á mér með þetta.

         Á þriðjudaginn var fór Cathy og co á Þingvelli og haldið þið ekki að hún hafi bara hitt nýja þjóðgarðsvörðinn eða þannig allavega sáu þau þennann flotta ferhyrnta hrút við Öxaráfoss, gott ef hann er ekki frá Klausturhólum allavega gat ég ekki séð betur á myndunum, þetta er glæsiskepna og virtist alveg starfinu vaxinn, það er að vera þjóðgarðsvörður, set myndir af honum á forsíðuna hjá mér.

          Nú svo fór ég á Selfoss í dag, alltaf nóg sem þarf að versla virðist vera.  Á morgun er svo útskriftin hennar Siggu :) það verður bara gaman en við verðum með smá veislu hér heima handa henni. 

19. maí 2010

           Var að vasast í fénu fram að hádegi en þá var stefnan tekin á Bláa Lónið, held að við högum verið þar í nærri fimm tíma, en Cathy sendi mig fyrst í nudd í lóninu nú og svo þegar ég kom uppúr lóninu þá átti ég að mæta í andlitsnudd eða eitthvað svoleiðs sem tók klukkutíma og var ekkert smá notarlegt.   Þegar við vorum komin úr lóninu var stefnan tekin í Hafnir að heimsækja Jón og Kristínu og kýkja aðeins á hvolpana hjá Önnu og Hrefnu, rosalega fallegir hvolpar hjá þeim eins og við var að búast. 
        Nú svo var farið út að borða held að staðurinn heiti Ráin og er í Keflavík, fékk mér humarfyllta ofnbakaða lambalund, aldrei heyrt um þetta áður að blanda saman lambi og humri en rosalega var þetta gott.  Vorum svo komin heim langt gengið eitt í nótt á örugglega eftir að sofa eins og rotuð eftir allt þetta nudd og Bláalóns stúss, yndislegt :)
 

18. maí 2010

Sigga okkar er tvítug í dag til hamingju með daginn elsku Sigga :)

           Dagurinn fór að mestu í að marka og vasast í fénu, en í kvöld bauð svo Cathy okkur á Rauða húsið í tilefni þess að Sigga er tvítug í dag.  Við vorum fimmtán sem fórum og þetta var bara gaman,  Ási, Bjarki og Steinar komu svo með okkur heim eftir matinn og hér var spilað langt fram á nótt en Cathy var að kenna ,,krökkunum" eitthvert spil :) 

17. maí 2010

           Fór í bæinn í morgun að sækja lambamerkin, var svo komin í fjárhúsið um hádegið til að marka og allt sem því fylgir.  Settum slatta af fé út og mörkuðum slatta en það var eins og að um leið og ein væri mörkuð út þá báru tvær....hvað um það held að það hljóti að hafa rýmkað aðeins á fénu sem er inni en sauðburður er í raun rétt að byrja.  Kom svo ekki inn fyrr en um hálfsjö og orðin aðeins lúin. 

16. maí 2010

             Búið að vera heilmikið um að vera.  Hér var haldið óvænt afmælispartý fyrir hana Júlíu, það var svosem bara óvænt fyrir hana en allir aðrir vissu um það.  Veislan var semsagt hér úti í fjósi á laugardagskvöldið og tókst svona ljómandi vel, held að allir hafi verið mjög sáttir og að venju kom Dóri síðastur heim en hann kom í hús um hálfsjö en þá var hann búinn að gefa í hesthúsinu með Bensa og kom síðustu hræjunum heim, Dóri er jú ekki kominn með  bílpróf en hann kann að  bjarga sér og notaði bara skítahjólbörurnar til að keyra síðasta mann heim í hús :)

         Annars er sauðburðurinn aldeilis kominn á fullt man nú bara varla eftir að kindurnar hafi borðið svona stíft marga daga í röð en kannski finnst mér það bara af því að merkin í lömbin eru enn ókomin og þá er ekki hægt að setja féð út, þannig að bara í dag held ég að það hafi borið 25 kindur og nærri 150 lömb ómörkuð, en á nú von á að merkin komi í hús í dag, eins gott allavega en erum búin að vera ansi óheppin með þessi merki.  Ég pantaði með góðum fyrirvara í gegnum netið, hringdi svo eitthvað seinna til að vita hvort þetta hefði nú ekki örugglega skilað sér en þá var mér nú bara sagt að það væri annað fyrirtæki komið með þessi merki....hefði nú verði í lagi að láta mann vita.  Hvað um það pantaði svo merkin og var lofað að þau kæmu eftir 3 vikur og nú eru komnar 5 vikur og nú er það röskun á flugi sem veldur þessari töf, er nú svosem alveg tilbúin að trúa því en það er samt ekki búið að vera lokað í tvær vikur en í fyrramálið fer ég bara í bæinn og sækji merkin hvort sem þau eru komin eða ekki...... 

13. maí 2010

          Fór snemma uppá flugvöll í morgun að sækja Cathy og co.  Við erum búin að vera sjö í heimili hér í vetur og nú bættust fimm við þannig að næstu viku verðum við tólt en ein úr hópnum hennar Cathy verður bara viku en hin verða í tvær  vikur.  Húsið semsagt fullt af fólki og ég verð nú bara að segja að það er nóg pláss :) og bara gaman.

        Sauðburður kominn á fullt en nú vantar bera að fá lambamerki, þau hefðu átt að koma í síðustu viku en eitthvað klikkaði en þau koma pottþétt á morgun. 

11 maí 2010

Ég á semsagt afmæli í dag :)
takk fyrir allar kveðjurnar á facebook :) já og í gegnum símann, e-mail og bara maður á mann

          Krakkarnir komu heim í nótt ca um fjögur leitið, þá var ég búin að fara eina ferð í fjárhúsið og tvílemba sem var fast í en hún var með tvö vansköpuð lömb og það tókst bara ljómandi vel að venja undir hana.  Annars eru ærnar byrjaðar að bera en ég hélt að þær ættu nú ekki að byrja fyrr en eftir 2-3 daga.

       Veðrið bara ljómandi gott í dag og núna undir kvöld er bara komin rigning, svona alvöru gróðrarskúr og maður sér  bara túnin grænka, vona bara að það haldist þokkalegur hiti úti en hef nú grun um að það hafi frosið hér í nótt.

       Guðni Reynir er svo tekinn við kindunum þannig að ég ráfa bara um eða þannig en finnst nú svosem mjög gott að hann skuli vera kominn enda farið að þrengjast í fjárhúsinu og hann er jú með ákveðið skipulag á því hvaða kindur fara fyrst út. 

10. maí 2010

          Æðislegt veðrið búið að vera hér í dag og í gær.  Nú mætti gjarnan fara að rigna smá já og kannski aðeins meira en smá gróðurinn mætti alveg fara af stað og ég tala nú ekki um ef hægt væri að skoða burtu öskunni hér fyrir austan okkur.

       Krakkarnir eru enn úti en ég á nú von á að þau komi heim í nótt eða undir morgun, nú allt í einu tóku gimbrarnar við sér og eru nú orðnar 12 á minni vakt en Guðni Reynir sagði mér að það yrðu bara fjórar sem bæru þegar hann væri úti.  Finnst nú lömbin ansi snúin þetta vorið held að það hafi verið allavega þrjú í dag sem gleymdu alveg að framfæturnir ættu að koma á undan hausnum og eitt ákvað að hafa afturfæturnar á undan, held að það hafi kannski bara verið eitt lamb í dag sem kom rétt, skrítið en semsagt áberandi í vor að það kemur bara hausinn fyrst og engar fætur, en maður reynir að redda því. 

8. maí 2010

           Ansi gengur nú hægt í sauðburðinum, bara ein sem  bar í morgun og svo ekkert meir, kannski eru þær að bíða eftir að Guðni Reynir komi heim, hvað veit maður svosem.

         Hryðja kastaði svo fljótlega eftir hádegið í dag, ég kýkti á hana í morgun og þá var ekkert farið að leka úr henni en svo eftir hádegið var bara komin þessi líka fína móálótta hryssa en hún er undan Ágústínus, mikið montinn hann Dóri núna enda má hann vera það, held að þetta sé flottasta folaldið á bænum í dag en það verður nú ekki lengi ég á jú eftir að fá eitthver folöld ennþá... 

7. maí 2010

          Þá eru krakkarnir komnir til London, vonandi verður bara mikið gaman hjá þeim þar.  Nú veðrið hér er alveg með eindæmum, rosalega hlýtt allavega á daginn en nú fæ ég að fara til kinda á nóttunni og alveg óvíst að mér finnist hlýtt þá en það kemur bara í ljós.   Annars báru bara tveir gemlingar í dag þannig að þetta er ennþá frekar rólegt, kannski bíða þær bara eftir að Guðni Reynir komi heim, eins gott að það verði flogið því það er von á Einari Óla og Steinari heim frá Danmörku á sunnudag og fótboltabullunum á mánudag... 

6. maí 2010

          Fór í bæinn í dag í Tysabri, það gekk svona ljómandi vel eins og við var að búast.  Krakkarnir eru svo að fara út í nótt já eða fyrramálið, Sigga, Guðni Reynir og Bjarki ætla að fara og sjá Chelsea taka á móti dollunni...vonandi verður þeim bara að ósk sinni. 

5. maí 2010

         Nú er komið að því að rúnta með hryssurnar í graðhesta en í dag fórum við Dóri með Mirru undir Aron svo er  bara að vona að hún haldi og allt það.  Annars er sauðburður bara aðeins farinn í gang en samt í rólegheitum. 

4. maí 2010

         Er enn á lífi og jafn geðveik og í gær áður en ég fór að sofa.  Tók semsagt þessa svefnpillu og varð ekki meint af,  svaf bara eins og steinn, sem mér finnst nú svosem ekki gott því þá vaknar maður með hausverk fyrir nú utan það að ég gæti misst af eitthverju, það er að segja umgangurinn í húsinu þegar verið er að gá að fé og þ.h spurning hvort ég bíð ekki bara með þetta lyf fram yfir sauðburð já og eftir að hryssurnar kasta nú og svo er það landsmót og haustið þar á eftir, kannski ég byrji bara á þessu í kringum jólin þá er svosem ekkert sem ég gæti misst af hehe

         Annars bara lítið um að vera, vorið klárlega komið jú það er nú svosem smá frétt en mér skilst að hrossin hér séu komin með hestaveikina, hor í nös og allt sem því fylgir, en það hlítur að líða hjá eins og annað. 

3. maí 2010

          Mikið að snúast í dag.  Byrjaði á Selfossi og fór svo í bæinn en átti tíma hjá taugalækninum mínum í dag.  Honum leist bara ljómandi vel á mig enda ekki annað hægt, en sá að ég er víst með mikið af festumeinum sem er víst langt útfyrir eðlileg mörk, nú ég hef bara alltaf verið svona finnst mér og ekkert að spá í þetta.  Nú ráðið er víst að ná að sofa rosalega vel á nóttunni´.  Þannig að nú tek ég lyf á morgnana til að halda mér vakandi á daginn og nú datt honum í hug að gefa mér lyf svo ég svæfi svona djúpum svefni á nóttunni og væri ekki á þessu rápi og endalaust að vakna.  Hvað um það mér leist ágætlega á að purfa þetta og sótti mitt lyf í apótekið.  Fór svo að lesa fylgiseðilinn þegar ég kom heim, þetta er jú bara hin mesta skemmtun að lesa þetta en hér koma punktar úr fylgiseðlinum orðréttir: 

        "Nozinan hefur róandi verkun, virkar gegn geðveiki og hefur hamlandi áhrif á lundarfar."  Þarna fór ég nú bara að hlægja, þetta er jú bara eitt af mörgum áhrifum þó svo ég fengi þetta sem svefnlyf...og áfram hélt lesturinn "Nozinan er notað við margskonar geðsjúkdómum eins og geðveiki, geðklofa, bráðum kvíða hjá sjúklingum með elliglöp, hræðslu, spennu, æsingi, við fráhvarfseinkennum hjá áfengissjúklingum, við ógleði og uppköstum, langvarandi hiksta og ásamt öðrum verkjastillandi lyfjum við svæsnum verkjum, t.d langt gengið krabbamein."  Þarna fannst mér þetta eiginlega ekki fyndið lengur,  ég taldi mig ekki hafa neinn af þessum kvillum, en er nú farin að efast, kannski finnst bara lækninum þetta vera að mér og kannski hefur hann bara rétt fyrir sér já og kannski er hann ekki taugalæknir eins og ég hélt alltaf heldur geðlæknir....sá hvergi í fylgiseðlinum minnst á að þetta væri notað sem svefnlyf, allt mjög skýrtið en kannski ég prufi þetta og lagist þá allavega af geðveikinni, held nú að þeir sem þjást af þeirri veiki séu nú kannski eins og ég og finnst bara ekkert að þeim ja hvernig getur maður vitað eða skilið þetta allt.

1. maí 2010

         Það var komið folald í morgun, jarpvindóttur skjóttur hestur undan Gyðju og Tintron, bara nokkuð fallegt folald, til hamingju með þetta Guðni Reynir.  Nú aðeins eru lömbin farin að fæðast en ekkert að ráði samt.

        Guðrún frænka kom svo við hér í dag, Ingþór og Hulda voru hér líka á ferð og mikið riðið út í dag, Búrfellshringurinn var riðinn og gekk bara svona ljómandi vel held ég, ja nema kannski hjá Dóra hehe Júlía fékk Hæring og Dóri var með Ljóma og Köttinn, skilst að Kötturinn hafi bara verið þægur miðað við Ljómann ehhe 

30. apríl 2010

Júlía á afmæli í dag, orðin 18 ára.  Til hamingju með daginn elsku Júlía

        Byrjaði daginn á að skjótast á Selfoss, var svo komin heim um ellefu leitið.  Kýkti þá aðeins í fjárhúsið og svo rauk ég í bæinn en þurfti að ná mér í ýmislegt í Rúmfatalagernum.

        Þegar heim var komið rauk ég með Dóra á Selfoss með Bóthildi í sónar en Bóthildur fór undir Aron fyrir nærri 10 dögum og er enn í látum.  Niðurstaðna var sú að Bóthildur er löngu búin í látum en er bara svo mikil Alfa meri að þar sem Hemja er í látum þarf Bóthildur að vera í meiri látum hehe svo nú er bara að sjá hver staðan verður eftir 11 daga, kannski sónast hún bara með fyli þá....hver veit.

        Sigga og Bjarki voru svo að Dimmitera í dag á Selfossi þannig að ef þið hafið séð undarlegar gular verur þar á ferð þá eru það krakkarnir sem eru að útskrifast úr FSu í vor. 

29. apríl 2010

          Sótti lyfin mín í morgun og hef bara verið vakandi í allann dag og langt fram á kvöld.  Fór svo í smá upplyftingu, það er semsagt klipping á Verónu og svo plokkun og litun hjá Ólöfu, bara allt önnur manneskja heh.

        Ein gimbur bar í dag og nú kom mórauður hrútur ekki leiðinlegt það.

       Á morgun verður svo stór dagur hjá Siggu og Bjarka en þau eru að fara að dimmitera, þau komu hér í dag með Ása og voru orðin mikið spennt :) 

28. apríl 2010

          Þurfti að fara á Selfoss í dag að sækja lyfin mín svona svo ég myndi ekki sofa allann sólahringinn en hvað gerðist, ég nennti ekki á Selfoss þannig að ég sef bara einn dag enn og fer á morgun, annars er nú gamla máltækið alltaf best ,,ekki gera neitt í dag sem þú getur látið eitthvern annann gera á morgun..."

          Annars ekkert um að vera í folalda og lambamálum semsagt komin tvö folöld og þrjú lömb en nú gæti sauðburður farið að skella á. 

27. apríl 2010

        Kýkti út á Hildi í morgun og hún var köstuð, þetta líka stóra og flotta merfolald en það hefði nú mátt vera annar litur á því en það var rauð hryssa, skjótt hefði nú verið alveg í lagi en ég á svosem ekki margar rauðar hryssur.

        Við Sigga fórum svo á hraustar konur seinnipartinn og var bara gaman, en þetta fer nú að styttast því hér fer að skella á sauðburður og ekki vil ég nú missa af því þó svo ég geri lítið gagn. 

26. apríl 2010

         Halla Eygló kom svo hér í dag og tók nokkur DNA sýni úr veturgömlu  tryppunum það gekk svona ljómandi vel enda búið að temja þau núna í vor, ansi mikill munur.

         Nú svo er farið að leka úr Hildi þannig að ég reikna með að það komi folald í nótt. 

25. apríl 2010

        Mirra kastaði hér fyrir utan eldhúsgluggann rétt uppúr klukkan fimm í morgun, það kom þessa líka blásvarta hryssa :)   Það gekk hægt að heilgast hjá Mirru svo krakkarnar fóru með hana í göngutúr nú og svo fór að slydda þannig að hún var bara sett inní hús ásamt Hildi sem er nú að detta í það að kasta held ég.  Mirra var svo orðin heil eftir hádegið.

       Einar og Svanhvít komu svo hér að sækja slatta af folöldum og að segja Dóra til með Þoku, þetta gengur bara svona ljómandi vel.

       Svo var aðalfundur Goða í kvöld, þokkaleg mæting og bara gaman. 

     

24. apríl 2010

           Er enn að bíða eftir folaldinu en það lekur enn  það er semsagt farið að leka mjólk úr Mirru og búið að gera það í á annann sólahring, þannig að þetta hlítur að koma í nótt, sá svo að Hildur er farin að stálma þannig að hver veit nema það komi tvö folöld hér í apríl :) vona bara að það verði ekki mjög kalt á nóttunni en þá verða þær svosem settar inn.  Já og vonandi verður ekki mikið öskufall en hef nú grun um að það sé búið að vera eitthvað öskufall hér í dag en það er nú ekkert til að tala um þegar maður er  búin að sjá myndirnar undan Eyjafjöllunum, nú svo er svosem erfitt að átta sig á hvað er aska og hvað er hreinlega moldrok en allavega búið að vera dimmt yfir hér í dag.

          Dóri fór svo að keppa á Ljóma sínum og nú lenti hann í þriðja sæti, heyrði í honum eftir mótið og hann sagðist vera að reyna að vera í fílu en það gengi bara ekkert, klárinn hljót víst eitthvað upp hjá honum en Dóri virðist bara vera sáttu fyrst honum tekst ekki að fara í fílu hehe

         Vala er svo búin að vera að snúast hér með mér í dag, en fyrstu lömbin fæddust hér í nótt, tvær hvítar gimbrar :) 

22. apríl 2010

        Vá hvað tíminn líður hratt ég bara missi úr marga daga, og ekki bara einusinni.  Hvað um það fórum á síðasta vetrardag í Hafnarfjörðinn og riðum út með Magga og Sirrý, það var bara gaman, þetta árið var ég reyndar bara á Raminum en það er líka bara ágætt, mér varð allavega ekki kalt.  Fórum svo á Norðurbrautina í stórveislu það er nú ekki að spyrja að því.  Komum svo austur í morgun eftir að hafa belgt sig enn og aftur út af veitingum, takk kærlega fyrir okkur.

       Ég fór svo á fund ásamt fleiri Miðengismönnum út á Borg en nú er verið að reyna að koma saman lista fyrir sveitastjórnarkosningarnar, hef enga trú á öðru en það eigi eftir að smella saman það styttist jú í kosningar í vor. 

      Kýkti svo í gær á hryssurnar mínar og nú er farið að styttast í Mirru og Hildi, bara spennandi. 

18. apríl 2010

           Ég er búin að vera agalega upptekin af fréttum undanfarið, eins og svosem allir Íslendingar held ég.  Úr Miðengi er nú samt allt gott að frétta, engin aska hér ennþá allavega en auðvitað er maður farinn að velta fyrir sér hvernig hrossum verður raðað í hús ef já eða kannski þegar askan kemur.  Held að þetta ætti alveg að sleppa til.  En hversu ömurlegt er þetta nú allt saman, maður veit eiginlega bara ekki hvað skal segja.

         Nú annars var árshátið og afmælisfagnaður Trausta á laugardagskvöldið, það var rúta frá Miðengi eins og svo oft áður, rúmlega 20 mann held ég sem fóru héðan, þetta var bara gaman.

         Annars svosem lítið að frétta enda ég svo gleymin að fyrst ég uppfæri ekki daglega þá hafa bara nokkrir dagar stokast út í kollinum á mér. 

13. apríl 2010

          Tók smá æði hér í morgun og klippti niður slatta af trjám og vit menn nú sé ég út um stofugluggana og út á tún, missi klárlega ekki af neinu í sumar:)

           Siggi frá Bjarnastöðum kýkti hér við í dag og lánaði mér bók sem er mikið spennandi.   Svo fórum við seinnipartinn með Tintron austur í Árbakka til Hinna og Huldu en þar verður folinn fram á föstudag í prufu en þá verður tekin ákvörðun um framhaldið það er hvort hann verður tilbúinn í dóm í vor, spennandi.

         Það kom svo hópur í hestaleiguna í dag og gekk bara ljómandi vel.  Ég fór og hitti Hraustar konur út á Borg, það var bara mjög gaman. 

12. apríl 2010

            Bara þetta fína veður í dag.  Hún Guðný á Ormsstöðum kom hér í dag og var með reiðnámskeið fyrir krakkana já og karlana svosem líka.  Hún byrjaði með krakkahópinn um fimm leitið og svo tók eldri eða reyndari hópurinn við, já eða bara þeir sem ekki geta farið í kornnís af baki hehe.   Í krakkahópnum  voru Júlía, Rebekka, Guðni Reynir, Elvar, Bjarki og Helga í Klausturhólum,  og svo var það gamla fólkið en það voru Sigga, Bjössi, Reynir, Jonni, Ingþór og svo hjón frá Selfossi sem heita Auður og Haukur minnir mig.   Þannig að þetta var dágóður hópur og gekk líka svona ljómandi vel held að Guðný hafi verið að kenna til um átta leitið í kvöld og kemur svo aftur eftir viku.  Rosalega gaman og allir alsælir nú og komnir með verkefni sem vonandi verður búið að leysa fyrir næsta tíma.  Nú Dóri mátti ekkert vera að þessu það er svo mikið að gera við að ríða út hjá honum en hann kýkti samt aðeins á eldir hópinn þegar hann var að skipta um hross.

10. apríl 2010

           Ekkert smá sem hefur rignt í  dag.   Skutlaði Jonna og Bjössa út á Borg í morgun en þeir voru að fara í menningarferð með hrossaræktardeildinni Goða, það var farið í Tungurnar og mínir menn mikið sáttir þegar þeir komu heim þetta var víst bara frábær ferð og þeir væntanlega orðnir spenntir að fara aftur að ári :)

            Skutlaðist á Selfoss í dag að sækja Siggu og Bjarka og svo fórum við í mat hjá Jonna og Lindu en Bensi og Bragi voru búnir að skipulegga í haust hafa svona gasalega fína Havaí steik eða þannig, held nú að Íslenska heitir á þessari steik sé ærkjöt já eða bara rolla, allavega var maturinn alveg frábær og nú bíður maður bara eftir næstu Havaí veislu....takk fyrir okkur. 

8. apríl 2010

         Það var alveg frábært veður í gær, Svenni dýralæknir kom hér að gelda fyrir mig en ég semsagt ákvað að láta gelda Hæring og þá er ekki eftir neinu að bíða með það.

          Nú svo fór ég í bæinn í morgun uppá spítala í Tysabri,  gekk bara svona ljómandi vel en tók samt langann tíma, var ekki komin heim fyrr en um fimm leitið og bara búin að liggja í leti síðan.

         Nú svo er ennþá þessi rjómablíða í dag og Dóri minn að fara að grilla :) 

5. apríl 2010

           Letidagur í dag einn ganginn enn og í raun ekkert um að vera allavega ekki hér innandyra hehe og allt gengur sinn vana gang í hesthúsunum. 

4. apríl 2010

          Komið að því að éta páskaeggin, ég létist nú líklega ekki í dag en ekki orð um það meir. 

3. apríl 2010

          Fór austur á Hellu á stóðhestaveislu, en ég ákvað að kýkja á hestana mína :)  ég á semsagt hlut í Aroni og svo annann hlut í Klæng.  Dóri, Bjössi, Reynir og Ingþór fóru með þetta var bara ansi flott sýning og ég agalega montin af klárunum mínum stóðu sig báðir með prýði. 

2. apríl 2010

           Langur föstudagur í dag, og lítið um að vera, hrossunum sleppt út í tún en þeim leiddist það nú ekki.  Ég fylgist með eldgosinu reglulega á mila.is en þar er þetta í beinni, líst betur á það en að fara á staðinn, kýkti svo á þetta í dag og viti menn í staðinn fyrir að sjá eldgosið frá Fimmvörðuhálsi þá sá ég bara Tungnamenn...þá var þar á ferð Hjálparsveitin Biskup sem stoppaði beint fyrir framan myndavélina og vinkaði mér :) þekkti nú ekki bílstjórann en vinkaði auðvitað á móti ;) maður kann sig nú svosem.  En svo keyrðu þeir bara í burtu, stuttu seinna þegar ég ætlaði að kýkja á útsendinguna þá var var bara engin útsending líklega liðið yfir vélina en ég fylgist þá bara með frá Þórólfsfelli þó það sé nú ekki eins skemmtilegt sjónarhorn.

        Á morgun er það svo Stóðhestaveislan á Hellu bara spennandi en ætla að kýkja á hestana mína en ég á hlut í Aroni og Klæng eins gott að þeir standi sig en á nú svosem ekki von á öðru. 

1. apríl 2010

           Skírdagsreiðtúrinn var farinn í dag, held að það hafi verið 20 manns sem fóru og stefnan tekin á Minni Borg til Hólmars eins og undanfarin ár, flottar móttökur þar eins og alltaf og takk fyrir okkur.  Þetta gekk svona ljómandi vel, enginn datt af baki og flest hrossin þokkalega þæg en heyrði eitthvað kvartað um að að hrossin teymdust illa sumhver allavega en allir komu heilir heim og hrossin líka.  Nú ég var svo með kjötsúpu hér handa þeim sem komu við hér en það hefur verið ca 12 manns sem komu hér í súpu, bara gaman og vel lukkaður dagur.

31. mars 2010

           Aftur fór ég á Selfoss í dag og nú með rúm sem gekk hér af, það nýtist klárlega vel niðurfrá.  Annars svosem ekki mikið að frétta, bara kalt úti en vona bara að það verði ekki svona kalt á morgun þegar Miðengismenn fara í skírdagsreiðtúr en að venju verður farið í heimsókn til Hólmars á Minni Borg, alltaf frábært að koma þar og mikið vel tekið á móti okkur. 

30. mars 2010

           Var á Selfossi í morgun, er að flytja smá dót niðureftir, já og taka ýmislegt heim eða bara í Nytjamarkaðinn.  Nú seinnipartinn fórum við Sigga út á Borg og hittum hraustar konur en nú var sundleikfimi í gangi, held að það hafi nú ekki munað miklu að ég hefði þetta bara ekki af hehe það var svo kalt, en er enn á lífi svo það slapp til.

          Fór svo með hvolpinn hana Kersins Línu í flug í morgun. 

29. mars 2010

           Enn og aftur farnir að detta út dagar.  Í gær fór Júlía ásamt Ása og Bjarka í átt að eldgosinu, þau komust nú ekki alla leið en held að það eigi að gera aðra tilraun um næstu helgi, vonandi komast þau þá alla leið og vonandi verður þá eitthvað að sjá.

         Fór annars í bæinn í morgun með tengdamömmu en hún var að fara í eitthverja hnéaðgerð.  Aðgerðin gekk bara ljómandi vel skildist mér en hnéð var nú mun verra en læknirinn átti vona á svo ég vona bara að hún fái eitthvern bata. 

27. mars 2010

          Úff hvað ég er búin að vera löt í dag, dottað meira og minna í sófanum, vaknaði þó reglulega þegar Chelsea skoraði og það var ekki sjaldan.  Annars bara ekki farið út úr húsi.  Karlarnir búnir að vera inní Kringlumýri að gera og græja held að  það hafi bara gengið vel.

26. mars 2010

          Við Júlía fórum og hittum Ingveldi eftir hádegið og ég hef fulla trú á að Júlía verði orðin nokkuð sleip í Íslenskunni áður en hún fer aftur heim, vonum það allavega.

         Annars er nú ansi tómlegt í kotinu eftir að Sigga flutti á Selfoss, undanfarnar helgar hefur húsið verið fullt af unglingum um helgar en núna er það bara tómt, við Bjössi bara ein heima en þeir krakkar sem búa hér fóru að heimsækja krakkana á Engjó :)  held að það hljóti að hafa verið gaman hjá þeim.

         Á morgun er svo stefnan tekin á Kringlumýri en þar er ýmislegt sem á eftir að gera það verður gaman að fara og sjá þetta þegar allt verður klárt.          

25. mars 2010

         Eitthvað búin að vera löt við að uppfæra en er  búin að vera á þeytingi fram og til baka og mikið farið á Selfoss að kýkja á krakkana, geri nú lítið gang en reyni að skipta mér af já og svo þarf jú að kaupa eitthver eldhústæki en það er verið að laga eldhúsið, krakkarnir standa sig svona ljómandi  vel í þessum breytingum, nú og ef það er eitthver smíðavinna sem við þau eru ekki alveg klár á þá hringir Ási bara í pabba sinn og fær tilsögn.  Þetta verður bara flott þegar þetta verður klárt en vonandi verður þetta allt tilbúið um páskana.

        Nú svo er ég alltaf að hitta hraustar konur og hver hefði trúað því en á þriðjudaginn spiluðum við babinton og mér gekk svona ljómandi vel, aldrei komið nálægt þessu áður, mjög gaman bara.  Nú ætlaði svo í dag en þegar ég var nú loks búin að klæða mig og fór út sá ég að það var enginn bíll heima, þannig að ég skrópaði í dag, ef ég hefði fattað þetta fyrr þá hefði ég ekkert þurft að klæða mig ;) náttfötin eru bara yndisleg...

22. mars 2010

         Það er enn að gjósa ég fylgist að sjálfsögðu með því.  Fór svo á Engjó í morgun með Júlíu en nú á að fara að mála og þessháttar.  Mamma og pabbi komu líka nú og tengdamamma kýkti líka í heimsókn.  Okkur  tókst að mála herbergið hennar Siggu og loftið í litla herberginu, það herbergi er nú svosem ekkert lítið en hvað um það, búin að spasla þar og nú er bara að mála það á morgun, klára að laga gólfið og setja lista og þá ætti það að vera orðið klárt.   Nonni Dodda kom svo við og ætlar að græja rafmagnið fyrir okkur og það var ákveðið að halda að mestu leiti í gömlu innréttinguna en skipta út þeim megin sem vaskurinn er og setja þar nýja eldavél, Rafha er orðin ansi gömul þó svo hún virki víst vel.  Nú svo þarf að koma uppþvottavél þarna inn og nýjum vaski og svo athuga með ískápinn.  Setja svo nýja borðplötu og mála og jafnvel sprauta hurðirnar á innréttingunni, þetta verður bara flott hjá krökkunum, þau ætla að framkvæma þetta að mestu leiti sjálf en Geiri pabbi Ása ætlar að segja þeim til og hjálpa þeim við það sem þau ráða ekki við,,,,vona að það verði ekki allur pakkinn hehe
         Þá  verður bara eftir að mála í stofunni og eitthvað uppi.  Nú  og svo er þetta spruning með baðið, var búin að skoða teikninguna fram og til baka og sá að það væri nú ráð að stækka baðið um helming en þegar pabbi fór að skoða þetta og mæla út baðið þá kom nú í ljós að það er búið að stækka það um helming og í raun lítið sem hægt er að stækka það meir en skoðum það betur seinna og reynum að klára eldhúsið og málingarvinnuna fyrst.

        Guðni Reynir og Rebekka áttu svo að koma heim frá Englandi í dag en það er verkfall í gangi og þetta eitthvað á eftir áætlun, held að nú sé áætluð lending um klukkan tvö í nótt en það er þó ekkert öruggt held ég vona bara að þau komi sem fyrst og sleppi við vont veður á leiðinni heim. 

21. mars 2010

          Sótti lyklana að Engjó uppúr hádeginu.   Fór svo aftur niðureftir seinnipartinn og orðin voða spennt að gera og græja eitthvað en sjáum til hvað verður gert.

         Nú það var ákveðið í gærkvöldi að næsta Ganda og Gúbba ferð yrði austur í Vík, mjög spennandi.  Það var svo um miðnættið sem ég sá í TV að það væri líklega farið að gjósa þarna austurfrá.  Það gat nú verið hehe ég hringdi í Jonna sem var niður í bústað ásamt slatta af Göndum og Gúbbum og sagði honum fréttirnar, hann byrjaði á að hlaupa út og taka vindáttina,,,,ekki viljum við nú fá ösku hér yfir en nú er bara að sjá til og vona það besta. 

20. mars 2010

          Held að krakkarnir hafi verið sex sem vöknuðu hér í morgun já og nú undir kvöld eru þau ennþá sex sem er bara gaman.  Við fórum í Ölfushöllina í dag en þar voru Bensi, Sverrir og Dóri að keppa, þeim gekk nú ekkert allt of vel í unghrossaflokknum en Dóra gekk ljómandi vel í unglingaflokknum og fékk annað sætið á eftir Lindu í Efstadal þetta er bara spennandi orðið hjá þeim því nú eru þau  búin að vinna sitthvort mótið og eitt mót eftir.

       Held að það hafi svo verið riðið heilmikið út hér í dag. 

         Horfði svo á FSu- Versló í sjónvarpinu í kvöld og fannst það bara ekkert gaman verð ég að segja.  Nú og svo var fundur úti í fjósi en Gandar og Gúbbar eru að skipuleggja ferðina í sumar og spennandi að vita hvert verður farið já og hvenær.

         Ég veit svo ekki betur en að ég fái lyklana af Engjó á morgun, veit ekki hver er mest spenntur ég eða krakkarnir :) 

19. mars 2010

Guðni Reynir á afmæli í dag, frumburðurinn orðinn 21 :)

         Guðni og Rebekka fóru til Englands í dag en það á víst að horfta á fótboltaleik á sunnudaginn, vonandi eiga þau bara góða helgi þarna úti. 

         Við Júlía fórum svo og hittum Ingu úti í skóla en hún ætlar að hjálpa okkur að koma Íslensku kennslunni hennar Júlíu af stað.  Krakkarnir fóru svo á hestbak seinnipartinn.       Fórum svo í matarklúbb á Bíldsfelli og fengur voða góðann mat að venju og áttum skemmtilegt kvöld í góðra vina hópi.  Þegar við svo komum heim voru krakkarnir enn vakandi og bara gaman hjá þeim.  Held að þau hafi verið sjö krakkar hér allavega. 

18. mars 2010

           Ansi gott veður í dag.  Við Júlía fórum á Selfoss í dag og náðum að klára allskonar snúninga.  Dóri fór svo með Tintron til Einars Öders og gekk bara vel.  Hinni Braga kom og kýkti á Tintron í leiðinni og leist ekki illa á folann sem er bara hið besta mál.
         Við Sigga fórum svo út á Borg í Hraustar konur alltaf að sprikla smá og þetta var bara ljómandi góður dagur.
 

17. mars 2010

         Búin að vera löt undanfarna daga.  Það er búið að rigna slatta og ég hef bara næstum ekkert verið á ferðinni. 

15. mars 2010

Kristín á afmæli í dag, til hamingju með daginn :)

            Löt í dag en það er svosem ekki frétt.  Fór líka á Selfoss en annars bara búin að liggja uppí sófa og snúa mér reglulega svo ég fái nú ekki legusár.  En annars finn ég svosem ekki mikinn mun á mér síðan ég fékk Tysabri enda átti ég ekki að finna neinn mun strax en ef eitthvað er þá er ég enn þreyttari sem er nú svosem ágætt því ef maður versnar fyrst þá er lyfið allaveg að virka eitthvað eða það held ég allavega. 

13 og 14. mars 2010

          Ansi mikið búið að vera að gera í dag, það fór hópur af körlum í Kringlumýri að gera og græja, skilst að kofinn fari nú bara að verða rosaflottur.  Nú á meðan karlarnir voru þarna innfrá fórum ég, Dóri og Júlía á töltmót á Flúðum, Dóri fór með Ljóma og gekk bara svona ljómandi vel, varð númer 7-8 held ég og fór þá í B úrslit og vann þau og lenti svo í 3 sæti í A úrslitum með 6 í einkunn, held að maður geti bara verið rosakátur með það.

       Nú svo fór nú restin af deginum í að skutlast, fór í Pizzavagninn sem var á Borg, fór svo uppá Laugaravatn að ná í karlana allavega hluta af þeim.  Næst fór ég í Hveragerði að ná í Anítu vinkonu hennar Siggu og kom með þær hér heim, svo var þeim skutlað á 800 Bar held að það hafi verið um tvö leitið og loks sótti ég þær lengst niður í sveit um hálfsex leitið.   Þá var jú kominn sunnudagur en er búin að vera frekar löt í dag, horft mikið á sjónvarpið og dottað yfir því og nánast ekki komið neinu í verk hvað þá farið út úr húsi enda svosem ekkert sem ég þurfti að fara eða gera.

12. mars 2010

Rebekka á afmæli í dag, til hamingju með daginn elsku Rebekka okkar :)

          Aldeilis  búin að afreka mikið í dag, við Bjössi fórum vestur í morgun, lögðum af stað rétt fyrir níu leitið og byrjuðum á að stoppa í Borgarnesi með eina tík.  Næst var förinni heitið til Kollu og Didda með eitt stykki hest, ansi mikið af hrossum þar á húsi og klárlega mikið að gera.  Sáum hin ýmsustu gæðingsefni og hittum Ívar líka :) hann hefur nú safnað heilmiklum toppi síðan við sáum hann síðast, myndarhestur.  Nú og svo fórum við til Önnu Dóru og Jóns Bjarna að sækja hana Perlu, ekkert smá margar flottar hryssur sem þau eiga, Aronsdóttir sem mér fannst sérlega falleg og svo brún sem var með hinni í stíu já og Hróðsdóttir annars var bara mikið af fallegum hrossum í öllum húsum og ég í vandræðum með að muna hvað var hvað eða hvar.
      Vorum komin heim um sexleitið eftir yndislegann dag, ég orðin aðeins þreytt en það jafnar sig.

11. mars 2010

         Fór í bæinn í morgun í fyrstu Tysabri gjöfina.  Bjössi bryjaði á að skutla mér á Grensás en þar átti ég að mæta hjá taugasálfræðing, eitthver könnun sem ég tók þátt í, stóð mig að sjálfsögðu agalega vel og fer að efast um að það sé bara nokkuð að mér ;)  Bjössi og Geir komu svo og sóttu mig og strákarnir fengu sé eitthvað að éta.  Nú og svo var það göngudeildin en nú er Tysabri gefið á 7B göngudeild sem er held ég gigtardeild þarna en hvað um það lyfir ætti að virka eins hvar sem það er nú gefið.   Þetta gekk semsagt ljómandi vel.

         Krakkaskarinn minn fór svo í Ölfushöllina að kýkja á Meistaradeildina, nú og svo er von á henni Helgu Rós í kvöld en hún er á námskeiði á Selfossi og mikið nær að gista hér en að þeytast alltaf í bæinn ;) hlakka til að sjá hana. 

9. mars 2010

         Fór á Selfoss uppúr hádegi með hana Kersins Línu en hún þurfti að fara í hundaæðisbólusetningu þar sem hún er að flytja erlendis.  Nú svo fórum við Sigga í Jóga út á Borg. 

        Bragi og Maggi komu svo við hér í hestaleiðangri og gott ef þeir hafa ekki sölu fyrir hann Hæring til Danmerkur. 

8. mars 2010

          Fór á Selfoss eftir hádegið þufti að snúast aðeins.  Kýkti á Engjó en leigjendurnir eru að flytja út núna um næstu mánaðarmót og Sigga ætlar að flytja á Engjó svona allavega vera þar eitthvað.  Það stendur til að fara í eitthverjar framkvæmdir þarna og þá aðallega innandyra, það verður spennandi að sjá hvernig þetta kemur til með að líta út að innan fyrir rest já og ég tala nú ekki um ef þakið verður málað, löngu kominn tími á það. 

7. mars 2010

            Það er búið að snjóa hér í allann dag held ég bara og frekar aukist snjókoman.  Adam kom við og hirti upp það sem hann gleymdi hér í gær en það eru nú svosem ekki fréttir :)  mamma og pabbi kýktu hér líka við.  Ási og Bjarki voru hér hinir sprækustu í morgun þó svo þeir hafi farið seint að sofa en veit svosem ekki hversu sprækir þeir voru svo þegar þeir komu heim til sín :) 

6. mars 2010

            Í morgun fóru Miðengismenn inní Kringlumýri og nú er búið að setja eitthvert efni á gólfið þar og um næstu helgi á víst að fara í stórframkvæmdir.

           Fórum svo á kjörstað í dag og merktum við NEI eins og allir eða næstum allir landsmenn gerðu sýnist mér. 

         Svo komu krakkarnir hér í sveit í heimsókn í kvöld gaman að því :) já og Adam að sjálfsögðu            

5. mars 2010

           Fór á Selfoss í morgun og gleymdi auðvitað helmingnum sem ég átti að gera, gamla seig.  Dóri farinn í bæinn á Samfés og nú er bara að krossa fingur og vona að hann hagi sér vel.....en verður við ekki að gera ráð fyrir því þar til annað kemur í ljós. 

4. mars 2010

          Við Bjössi fórum snemma í morgun uppá flugvöll að sækja Júlíu :) yndislegt að vera búin að fá hana heim ;)  Bjössi hringdi í Dóra þegar við vorum uppá velli til að vekja hann í skólann og það var ekkert mál.  Þegar við svo komum heim sat Dóri við eldhúsborðið,,,,,hafði semsagt ekki vaknað og var bara heima held að hann hafi bara verið svo spenntur að hitta Júlíu ;)

         Hér kom svo kona frá Svíþjóð í dag og féll alveg fyrir Kersins Línu þannig að nú eru allir hvolparnir seldir.

          Tíkurnar mínar eru svo að byrja að lóða allavega Týra þannig að hinar hljóta að fylgja á eftir gaman gaman eða þannig held að ég pari nú ekkert núna. 

         Annars bara lítið að frétta, vorið rétt handan við hæðina en það er nú samt snjór yfir en frostlaust og gott veður í dag. 

3. mars 2010

          Fór í bæinn í morgun  byrjaði á taugadeildinni og fór í allskonar viðtöl og til sjúkraþjálfara og nú er komin dagsetning á Tysabri en það er 11 mars.   Fór svo á nokkara staði í bænum og var komin heim  um kaffileitið. 

2. mars 2010

              Aðeins bólaði á rigningu í dag en oftar var það nú nær slyddu og núna undir kvöld var komin snjókoma.  Við Sigga fórum í leikfimina út á Borg í dag og gekk bara vel.  Nú á morgun fer ég svo á taugadeildina í alslags viðtöl eða prufur en ætti nú að vera búin um hádegi, en sjáum til.

1. mars 2010

           Fór á Selfoss í morgun í sjúkraþjálfun með tengdó.  Sótti svo Dóra út að Borg þegar skólinn var búinn og Bjössi brunaði með hann og Tintron til Einars Öders en það er um að gera að skóla strákinn aðeins til, þetta gekk svona ljómandi vel og ég held að Einar vilji fá hann aftur í næstu viku þannig að strákurinn hlítur að taka tilsögn, allavega var Dóri alsæll þegar hann kom heim. 

28. feb 2010

            Letidagur í dag, veðrið alveg þokkalegt engin ofankoma og skefur ekki mikið. 

27. feb 2010

          Bara bylur hér fyrripart dags en rættist nú úr veðrinu eftir hádegið.  Hér var rakað undan faxinu á fullt af hrossum í dag, líklega bara öllum hrossunum en þó veit ég það ekki alveg.  Ég fór svo og sótti Þóru sem var að koma úr bænum og svo var farið í fimmtugsafmæli hjá henni Mæju okkar, hún hélt uppá afmælið á Draugabarnum og þetta tókst svona ljómandi vel.  á heimleiðinni komum við aðeins við á 800 Bar en Bjössi, Þóra, Jonni og Linda kýktu aðeins inná ballið með Erp held ég, Linda alveg heilluð en veit ekki alveg með hin þrjú en tilgangurinn var jú að spjalla aðeins og Siggu og krakkana og það tóks.  Held að þau hafi nú ekki stoppað nema í korter kannski. 

26. feb 2010

          Skaust á Selfoss í morgun á meðan Sigga fór í einn tíma í skólanum.  Annars bara letidagur.  Nú svo sátum við stjörf yfir skjáeinum fram að miðnætti en auðvitað horfðum við á ungfrú Reykjavík en þar var hún Sigrún Svanhvít frænka að keppa (dóttir Kidda frænda) ég var nú alveg hissa á að hún skildi ekki lenda í sæti alveg stórglæsileg stelpan.

          Annars bara snjór og skaflar í Miðengi, eitthvað ferðalag á snjónum því Bensi mokaði inní sumarbústaðalönd um fjögur leitið í dag og um korter yfir fjögur voru menn farnir að hringja þar sem þeir voru orðnir fastir.  Hér kom nú reyndar sköfubíll um hálfsex í morgun og hann kom aftur um hálfátta í morgun veit reyndar ekki hvort þetta var sami bíllinn en allavega er vel fært hér, þó það séu skaflar út um allt. 

25. feb 2010

          Byrjaði á því í morgun að fara í bæinn í jarðaförina hennar Ínu frænku, það var í raun ótrúlega margt fólk miðað við að Ína var orðin 95 ára, oft er nú mikið af samferðafólki farið á þessum aldri en þetta er  bara svo stór fjölskylda og Ína frænka var eiginlega mamma, amma eða langamma okkar allra held ég, blessuð sé minning hennar.
        Við fórum fjögur það er ég mamma pabbi og Bensi látinn keyra :) það var nú svosem ekkert svo slæmt veðrið en samt bylur allann daginn held ég bara og orðin leiðindarfærð inná Selfossi.
        Þegar við komum svo heim þá sóttum við Völu í leiðinni, við Sigga fórum svo út á Borg í Hraustar konur, verðum örugglega ótrúlega hraustar í vor.  Og ennþá bylur.
        Það kom svo sláturbíll að sækja nautið og honum  tóks að sjálfsögðu að festa sig enda svosem skaflar út um allt.
 

24. feb 2010

          Líka kalt í dag þannig ða líklega er það rétt með hann öskudag sem á sér 18 bræður allavega eru þeir átta komnir í röð, held ég allavega.  Annars bara lítið að frétta já og bara ekki neitt. 

23. feb 2010

          Rosalega kalt í dag, við Sigga ákváðum að skella okkur í Hraustar konu en það eru semsagt nokkrar konur sem hittast á Borg og hreyfa sig smá, mismikið auðvitað en líst bara vel á þetta, vorum 7 sem mættum.

          Adam kom svo við hér í kvöld en hann var í rúlluleiðangir.  Annars bara lítið að frétta held ég, ja það voru reyndar tekin inn eitthver hross, búið að járna Sinda sem Sirrý og Maggi eiga og svo er Katla svikari komin á járn en hún átti nú eiginlega að vera fylfull en það var nú frekar óskhyggja held ég.

         Nú og svo er Cathy búin að bóka flug fyrir Júlíu og hún kemur 3 mars og ætlar að vera hér út maí og læra íslensku :) það verður bara gaman, hlökkum mikið til að fá hana :) 

22. feb 2010

         Held að það hafi verið um 11 stiga frost í morgun allavega.  Fór á Selfoss til tannlæknis, og notaði tækifærið og laumaði mér í klippingu í leiðinni, löngu kominn tími á það og var svo heppin að það var tími á lausu handa mér.

        Bjössi, Guðni Reynir og Rebekka fóru svo í bíltúr í dag að sækja eins og 3 nautkálfa að Túni.  Nú og svo fór Guðni Reynir á sauðfjárræktarfélagsfund á Borg, ég nennti ekki en það er svosem ekkert nýtt ;) 

21. feb 2010

          Hún Magga á stórafmæli í dag, elsku Magga okkar til hamingju með daginn :)

          Kalt í dag og letidagur á mannskapnum enda kannski lítið annað að gera svona á sunnudegi og sumir tóku meira á helginni í gærkvöldi en aðrir ;)
          Lísa kom hér í dag og setti parvósprautu í hana Kersins Línu þannig að nú er hún orðin fullbólusett, svo sónaði hún hana Kötlu og eins og okkur grunaði þá er ekkert fyl í henni, þannig að nú verður Katla bara tekin inn og reynt að láta hana trimma af sér aukakílóin og henni haldið snemma í vor.
 

20. feb 2010

         Dóri og Bensi fóru að keppa fyrir Trausta uppí Tungum í dag, Dóri var með Þoku í unghrossaflokk og gekk frekar illa hún vildi bara ekki tölta hreint á hæga töltinu en Bensa gekk svona ljómdi vel á Sjólasyninum sínum og fékk fyrsta sætið.  Nú Dóri fór svo með Ljóma í unglingaflokkinn og nældi sér í fyrsta sætið, Traustakrakkarnir voru bara tvö og fengu fyrsta og annað sætið, við getum nú aldeilis verið montin af þeim.

         Sigga, Bjössi, Bjarki og Jonni fóru svo í þorrareið á Selfossi og skemmtu sér bara vel skildist mér, ég fór svo og sótti menn og hesta, held að ég hafi verið komin hér heim um átta leitið.

        Krakkarnir ætla svo að skella sér á ball en er nú ekki viss hvort þau fari þegar á reynir því þetta er jú búinn að vera langur dagur hjá þeim. 

19. feb 2010

        Kýkti í hesthúsið í dag en Dóri var að reyna að finna út hvaða hesta hann ætlar með á mótið á morgun, held að hann fari með Ljóma í unglingaflokkinn og svo Þoku í unghrossaflokkinn.  Bjöss, Sigga, Bjarki og Jonni allavega eru svo að fara á Selfoss og ætla í þorrareið, hef nú grun um að hlutfallslega taki þorrareiðin  nú lengir tíma en kílómetrarnir segja til um en sjáum til. 

       Nú og svo var hringt í mig frá taugadeildinni í dag og ég á víst að mæta í eitthvert undirbúningviðtal 3 mars og líklega svo í lyfjagjöf þann 5 mars en það er nú ekki alveg niðurneglt ennþá. 

17. feb 2010

        Gluggaveður í dag, en ansi fannst mér nú kalt þegar ég fór að viðra mig.  Bensi og pabbi fóru í Sandgerði í morgun en það var verið að jarða hálfbróðir pabba sem  við höfðum reyndar aldrei hitt, en þekkjum Guðrúnu dóttur hans.

       Nú svo eru að detta inn fleiri jarðafarir en Ína frænka er dáinn og verður jörðuð á fimmtudag í næstu viku og svo Ármann Snævarr en hann verður jarðaður á föstudaginn í næstu viku en ég fylgi bara Ínu frænku þekkti Ármann ekki eins mikið. 

       Ætla svo að skjótast í bæinn á morgun en það veður stutt stop reikna ég með. 

16. feb 2010

        Yndislegt verður í dag, var nú samt ekki dugleg að viðra mig en þuftir svosem að fara tvisvar á Selfoss og það er nú full vinna að vera á svona þvælingi.
        Annars er Sigga búin að vera hálflasin í dag en vonandi hristir hún þetta slen af sér sem fyrst.
 

14. feb 2010

Sævar Ingi og Voði eiga afmæli í dag til hamingju piltar, Sævar Ingi 19 ára og Voði 13 ára.

           Aðeins hefur nú kólnað, kári mættur og ekki laust við að það væri hálka í morgun allavega hér úti á palli.  Eitthvað var nú samt farið á hestbak eins og gengur en annars svosem lítið um að vera.  Eitthvað kom af fólki hér í dag allavega í hesthúsið, Danni  ásamt eitthverjum fylgifiskum að taka út eitthver hross.

       Urðum ekkert vör við neina bófa í dag eða fjórhjólamenn, þeir sáust síðast á leið upp með Búrfellinu austanmegin, vonandi festu þeir sig í drullupolli en skildist nú að þessi hjól hefðu verið það létt að þeir  gátu náð þeim upp með handafli þegar þeir voru fastir og þá væntanlega búnir að spæna eitthvað upp af jarðvegi :( 

         Guðni Reynir og Rebekka fóru svo út að borða í tilefni dagsins við hin átum nú bara popp fyrir framan TV  

13. feb 2010

          Enn og aftur vorblíða, hér sáust allavega tveir hestar á ferð með hnakk en engann knapa en það voru eitthverjar æfingar á Bjössa og Sverri já eða á hestunum.  Adam kýkti hér við í dag og svo Ingþór og Hulda María.  Nú löggan meira að segja kýkti hér við en það voru eitthverjir fjórhjólagaurar að spæna hér upp hraunið, við héldum nú reyndar að þegar þeir voru komnir niður í Mýrakóg væru þeir komnir í sjáfheldu allavega kæmust bara veginn heim en þá rötuðu þeir beint á hlið sem er á girðingunni fyrir ofan Þrengslin og enginn vegur að hliðinu okkar megin frá svo manni datt nú helst í hug að þetta væru eitthverjir kunnugir því maður gengur nú ekki beint að þessu hliði.  Guðni Reynir, Sigga og Rebekka fóru á eftir liðinu og sáu að í Hrossalágunum var ansi ljótt að sjá ummerkin eftir þá, og tóku myndir sem löggan skoðaði.  Ætlum aftur á morgun út að Mýrarskógi og taka myndir á myndavél núna ekki bara síma og þá get ég sett eitthverjar myndir á síðuna já og fært löggunni :)

12. feb 2010

              Það er enn vorblíða í Miðengi, vona bara að það fari ekki að grænka það gæti endað illa.  Annars er bara alltaf verið að ríða út sinna þessu daglega amstri.  Bragi kom hér um daginn og  tók eitthvað af myndum og ég setti mynd af Tintron á forsíðuna, það gengur bara vel með folann. 

11. feb 2010

         Við fórum í bæinn í dag en það var verið að jarða Ingu frænku (hans Bjössa)  vorum svo komin heim um fjögur leitið held ég og þá dreif Bjössi sig á hestbak, nú ég er bara búin að láta fara vel um mig í dag.
        Krakkarnir fóru öll á Meistaradeildina, það verður klárlega gaman hjá þeim.

10. feb 2010

           Byrjaði daginn á að fara uppí Aratungu en það voru foreldraviðtöl í gangi, Dóri kom bara vel út og ekkert út á hann að setja í þetta sinn.  Nú þegar ég kom svo heim fórum við tengdamamma í bæinn í kistulagningu hjá Ingu frænku (frænka Bjössa)  það gekk bara eins og til stóð og jarðaför á morgun.
        Við Inga komum við í einni hannyrðabúð að ná okkur í spotta og svo var komið við í Bónus í Hveró á leiðinni heim.  Það rigndi nú dálítið á leiðinni og gott ef ekki var bara þoka á heiðinni en ekkert sem hamlaði för. 
         Svo eru krakkarnir límdir yfir fótbolta í TV í kvöld annars bara allt í rólegheitum.
 

9. feb 2010

           Náði loksins í Hauk taugalækni í morgun og hann er ekki búinn að gleyma mér, sagði mér að nú færi þetta að skella á og ég ætti bara að bíða eftir að Jónína myndi hringja og boða mig í lyfjagjöf :)  Spennandi og vonandi virkar þetta Tysabri á mig.

         Nú annars lítið um að vera nema hvað Bragi kom hér í dag og tók slatta af myndum, járnaði aðeins líka.  Nú sá Svenna dýralækni bregða hér fyrir en hann var að kýkja á halta hryssu og henda örmerki í eitt folald.

          Nú og svo tóks honum Guðna Reyni að frestast í stígvélinu sínu, hann festi löbbina semsagt í venjulegu Vikings gúmístígvéli, ekkert smá sem mér fannst þetta fyndið, held að Bjössi hafi næstum þurft að slíta stígvélið af til að ná drengnum úr stígvélinu en Guðna Reyni tókst að festa löppina í fóðrinu á stígvélinu, fóðrið var nú samt alveg fast við stígvélið þannig að það er í raun alveg óútskýranlegt hvernig honum tókst þetta.   Allavega er stígvélið ónýtt en drengurinn nokkuð í lagi.

8. feb 2010

            Skaust á Selfoss í dag, átti frátekna bók á bókasafninu :)  Annars bara frábært veður en druslaðist nú samt ekki út að viðra mig en fór í smá tiltekt í staðinn, eða þannig aðeins verið að kýkja yfir videospólurnar sem til eru og það er ekkert smá magn, spurning hvað á að gera við þetta allt því ekki tímir maður að henda þessu en allavega ætla að byrja á að reyna að finna út hvað er heilt og setja spólur í rétt hulstur, fæ Einar Óla í lið með mér á morgun.

7. feb 2010

          Frábært veður í dag, fór í hesthúsið og við Rebekka tókum okkur til að greiddum úr faxinu á Hvata en það var nú alveg við það að fara að fækjast, en það er semsagt orðið flott núna og svo er hann alveg hvítfextur þessi elska núna.   Nú Dóri var á útreiðum á meðan og Sigga og Bjössi að moka og setja hross inn og út.  Guðni Reynir stakk af til Reykjavíkur og var á Stöð 2 sem stuðningsmaður Chelsea og þar af leiðandi í viðtali við Arnar Björns, Kjartan Björns var svo Arsenalmaðurinn í þættinum og sem betur fer fyrir okkar mann vann Chelsea 2-0, GR var búinn að spá 2-1 og spáði að Drogba myndi skora bæði mörkin og það gekk eftir nema hvað Arsenal skoraði ekkert... 

6. feb 2010

           Það voru fimm fræknir Miðengismenn, Bjössi, Reynir, Jonni, Ingþór og Gestur sem fóru inní Kringlumýri í dag og byrjuðu að rífa það sem rífa á í kofanum þannig að í næstu ferð verður byrjað að breyta og byggja.  Skildist að það hefði nú ekki verið einfalt að komast að kofanum því það var búið að loka veginum inn að kofa.  Semsagt fyrir þá sem ekki vita þá erum við búin að fá kofann leigðann hjá hreppnum til 10 ára þannig að nú á bara að koma kofanum í standi og leigja hann svo út fyrir hestamann já og hestaleigan hér kemur til með að nýta sér staðinn líka.  Hef fulla trú á að þetta verði bara frábært, vona bara að kofinn verði klár um páska en kannski er það bjartsýni hjá mér.

5. feb 2010

           Skaust á Selfoss eftir hádegið, í leiðinni sá ég Dóra á hestbaki hann semsagt sýndi mér Tintron þegar ég var að fara niðureftir, folinn bara orðinn ótrúlega fínn, nú og svo passaði það þegar ég kom heim var hann kominn á Hæring ég var nú bara ansi mikið ánægð með hann enda klárinn svosem orðinn mikið taminn.

4. feb 2010 

         Ansi kalt finnst mér í dag en samt bara við frostmark.  Nú lítið svosem að frétta, Gunni Har kýkti hér við í dag og Jonni og Bjössi fóru í Birtingarholt að ná sé í bygg held ég í sparihrossin svo er bara að sjá hvernig hrossunum líkar þetta.

1. feb 2010

           Alveg þokkalegt veður í dag, druslaðist nú samt ekki út en var mikið að spá í það, en það telur víst ekki.  Annars bara lítið um að vera og ég fór ekkert af bæ.

31. jan 2010

         Letidagur í dag, það voru tveir leikir í TV sem þurfti að horfa á nú fyrst var það Íslenska landsliðið sem náði sér í brons í handboltanum og svo var það enski boltinn þar sem Man.Utd vann Arsenal mikið kát Rebekka sem horfði á þann leik ;) annars bara allt í rólegheitum.

        Bensi og pabbi fóru vestur í morgun en það standa til eitthverjar viðgerðir á húsinu, það er alveg magnað að ef eitthvað þarf að gera fyrir vestan þá þurfa alltaf fjórir að fara og þeir verða allir að kunna að spila bridge.  Held að núna hafi Kiddi og Lúlli farið með vestur. 

30. jan 2010

              Þorrablótið var í gær og héðan fóru 27 manns, sumir í bíl og aðrir í rútu.  Ég er nú frekar löt þessa dagana og var heima ásamt Rebekku, Dóra og Völu, við höfðum það bara gott.

           Nú í dag er svo annar í þorra og það var byrjað á morgunmat hjá Jonna og Lindu en það var hafragrautur og tilheyrandi, reyndar ekki súrt slátur hehe nú eftir grautinn var kominn tími á landsleikinn en við horfðum á landsleikinn hér en ég held að það hafi verið um 30 manns sem smellti sér fyrir framan skjáinn, tölum nú ekkert um það hvernig leikurinn fór.
          Eftir leikinn var svo farið á hestbak allavega hluti af mannskapnum,  held að nú hafi 3 tekist að detta af baki en Sigga og Sævar sáust á röltinu án hrossana, hef grun um að þau hafi farið yfir hámarkshraða og því fór sem fór, nú og svo tókst Gumma að detta af Blökk, skilst að Blökk hafi nú verið mest hissa á þessu og ef það urðu vitni af þessu þá mættu þau gefa sig fram....ótrúlegt Gummi hvernig fórstu að þessu :)
         Nú svo var pöntuð pizza en mig grunar að þá hafi nú mannskapurinn
 verið komin eitthvað yfir 30 manns og mikið gaman, það voru svo sex kátir Miðengiskrakkar sem skelltu sér í afmæli út á Borg en Bjarki og Ási voru að halda uppá tvítugsafmælin sín þar og tókst bara vel held ég.

28. jan 2010

         Fórum uppá flugvöll í morgun með Kersins Lunu sem hann Erlingur tók með sér til Frankfurt,  þar biðu svo Ítölsku eigendurnir eftir Lunu, skildist að tíkin hefði verið spræk og eigendurnir alsælir, samt erfitt að tala við Ítala sem tala næstum enga ensku en tala þá bara ítölsku hehe en held að þetta hafi allt sloppið til.

        Svo var það sjúkraþjálfun á Selfossi og enn og aftur eitthvað versla, alveg endalaust sem maður heldur að sig vanti, allaveg er þorrabjórinn kominn í hús og verður vonandi ekki búinn þegar þorrablótið skellur á annað kvöld já og svo er nú annar í þorra á laugardaginn :)

        Stelpurnar fóru svo á Selfoss í brúnku í kvöld, eru orðnar voða fínar fyrir helgina.   Nú og folaldið mitt bara orðið sprækt já eða eins sprækt og hægt er að ætlast til miðað við hvað það var mikið veikt. 

27. jan 2010

         Svona líka ljómandi veður í dag, við Voði fórum út að viðra okkur ekki veitir nú af ;)  Skaust á Selfoss seinnipartinn, en það vantaði ýmislegt.  Nú og svo er hún Birta mín sem er folald búin að vera ansi veik, er með hestapestina sem ég hélt að væri nú gengin yfir, hún var með 40,5 um sex leitið og Bjössi gaf henni pencilin en líklega þremur tímum seinna var hún með 40,4 og stóð ekki einusinni upp þegar hún var mæld.  Hef nú grun um að englarnir sem Kata frænka sendi mér svo um 22.30 hafi  eitthvað kýkt á hryssuna því ég kýkti út um 23.30 og þá var mín bara staðin upp og farin að narta í heyjið ;)  og ekkert smá gott veðrið, fannst nú eins og ég væri á röltinu að vori til að gá að folaldsmerunum, alveg logn og frostlaust.

          Nú og svo forum við Bjössi í fyrramálið með hana Kersins Lunu uppá flugvöll en hún er á leið til Þýskalands svona í fyrstu atrennu en þangað verður hún sótt og fer svo með eigandanum til Ítalíu. 

25. jan 2010

            Það var ansi mikið vont veður hér í nótt, mikið rok og eitthver rigning líka.  Ekki meira en svo að maður gæti sofið en sumir sváfu nú samt af sér verðrið, held að það hafi verið verst uppúr klukkan þrjú í nótt en var orðið mun skárra í morgun.   Annars lítið um að vera, hestarnir hreyfðir eins og vant er.  Nú það styttist í þrorrablótið og ég er að safna saman þeim sem ætla á þorrablótið.

24. jan 2010

       Rosalega gott veður í dag, ég fór meira að segja út að viðra mig.  Það ringdi nú samt duglega svona inná milli en ekkert sem hægt er að kvarta yfir í nærri sex til sjö stiga hita og næstum logni.

        Sigga og Bjössi skutust svo austur í Hemlu að sækja Dóra og Þoku en þau voru komu reynslunni ríkari heim. 

22. jan 2010

          Í dag fór hann Kersins Moli á nýtt heimili og verður búsettur í Mosó með hjá pabba sínum, vonandi gengur sambúðin hjá þeim feðgum vel.  Nú svo fórum við í þorramat til tengdó en það er semsagt bóndadagurinn í dag :)  Fengum þennann fína mat eins og við var að búast, takk fyrir okkur. 

          Bjössi skaust svo austur í Hemlu með Dóra og Þoku en eitthvað á að fá Vignir til að fínpússa hryssuna já og strákinn. 

20. jan 2010

           Fór með hvolpana í dýralæknisskoðun í morgun, gekk ljómandi vel og held bara að ég hafi aldrei farið með svona þægann hóp í skoðun, voru bara eins og myndastyttur þegar þeir voru sprautaðir og virtust ekkert finna fyrir því.  Nú svo skutlaðist ég með Baltó II í bæinn en konan sem fékk hann býr rétt við Hólmavík og kom suður til að sækja gripinn :)  Nú svo kom stelpa úr Hafnarfirðinum að kýkja á Týru Sól og féll alveg fyrir henni sýndist það nú vera gagnkvæmt því hvolpurinn fékk líka alveg fyrir henni, held að þetta eigi eftir að ganga rosalega vel.

        Nú annars er bara lítið um að vera, alltaf verið að hreifa eitthver hross og þegar mamma og pabbi komu hér seinnipartinn þá mættu þau sjö manns á hestbaki þannig að það er bæði nóg af fólki og hrossum :) 

19. jan 2010

18. jan 2010

Afmælisdagurinn hennar Helgu ömmu í dag, hún hefði orðið 95 ára í dag ef ég man rétt.

        Fór í sjúkraþjálfun á Selfoss í dag, rosalega er mikil hálka það var nú bara glæra í morgun og eiginlega merkilegt að maður komst á milli staða án vandræða.  Annars bara lítið um að vera, ja nema karlarnir eru byrjaðir að útbúa reiðvöllinn niður í Gýp, þetta verður bara flottur völlur og löglegur líka :) spennandi að sjá hvernig það gengur að útbúa þennann völl og vonandi gengur vel að finna efni sem er gott í svona völl.   

17. jan 2010

           Mikið riðið út í Miðengi í dag enda frábært veður, reyndar komu nú kannski skúrir öðru hverju en það var nú ekki lengi sem það varði.  Sé það núna að ég hefði nú kannski átt að kýkja út og viðra mig en svona getur maður verið seinn að fatta.  Byrjaði nú samt á því í morgun að fá Völu í heimsókn en ég bað hana nú um það í gær að kýkja á mig í morgun og horfa á Sveppi og leitin að Villa en það er semsagt myndina hans Sveppa.  Ég sat alveg stjörf yfir myndinni og Vala líka allavega svona fram yfir hálfa myndina en þá fór hún á ról á meðan ég sat sem fastast, gaman að þessu.               

16. jan 2010

         Sigga, Karítas, Ási og Bjarki fóru í fjallgöngu í dag, og rosalega ringdi mikið á meðan allavega hér heima en held að það hafi verið aðeins skárra hjá þeim en allavega komust þau heim nokkuð heil. 

          Heilmikið rennerí á fólki hér í dag.  Fórum svo í matarboð til mömmu og pabba og fengum frábærann mat eins og við var að búast.  Fengum lambalæri, sebrahest og strút.  Lambalærið klikkar nú aldrei en rosalega fannst mér strúturinn líka góður já og sebrinn líka.  Nú og svo var fullt af eitthverju sætu í eftirrétt, held að nú sé komið að því að fara í smá aðhald svona fyrir næsta át. 

15 jan 2010

            Byrjaði á að skutlast á Selfoss í morgun.  Steini kom svo um hádegisbilið að taka myndir af hvolpunum og gekk það nú bara nokkuð vel.  Guðný á Ormstöðum kom við með skinnku handa mér :) takk fyrir það.  Nú svo var rennerí af fólki í hesthúsinu, Gummi Bö kom og mældi út reiðvöllinn, Maggi og Sirrý komu að sækja hesta, held að Adam hafi líka komið við þannig að það er ekki alveg lognmolla í Miðengi.  Nú og svo þegar ég fór að sofa var hópur af krökkum að spila við eldhúsborðið, átta stykki held ég allavega, en í fyrramálið fara svo eitthvað af krökkum í fjallgöngu vonandi fá það bara gott veður:)

14. jan 2010

           Frábært veður í dag, logn og ekkert frost og lítil úrkoma en ringdi samt smá.  Ég druslaðist meira að segja tvær ferðir út í hesthús í dag aðeins að taka þetta út.  Mamma og pabbi komu til landsins í morgun en held að það hafi bara verið ansi gaman þarna úti hjá þeim. 

13. jan 2010

             Þegar ég fór að sofa í gærkvöldi heyrði ég undarleg hljóð úti, datt helst í hug kráka en það gengur varla upp og ekki var þetta köttur heldur en það passaði ekki en svo kveikti ég á perunni í morgun eftir ábendingu, auðvitað var þetta tófa sem var að gagga hér úti, virkaði nú ansi nálægt en svo er nú líka hljóðbært svo hún gæti nú hafa verið úti á túni en sjálfsagt verið að spjalla við aðra tófu eða hvað? 

11. jan 2010

         Fór í sjúkraþjálfun á Selfoss í morgun, og snerist aðeins á Selfossi annars bara letilíf, þarf í bæinn á morgun aðeins að snúast.  Nú verðið bara ljómandi gott engin úrkoma og ekkert  frost og ekki einusinni rok,,,,frekar skrítið. 

10. jan 2010

        Held að það hafi verið spilað hér til klukkan fimm í morgun og bara nokkuð hress hópur sem vaknaði hér um hádegið, reyndar voru Guðni og Rebekka löngu farin í fjárhúsið og komin inn aftur já og Dóri farinn á hestbak þegar Sigga, Ási og Bjarki vöknuðu en það er nú gott að sofa stunum út :)  Sigga fór reyndar á hestbak eftir hádegið já og Dóri og Guðni og Rebekka já og Jonni, Bjössi Sverrir og sjálfsagt fleiri líka nóg er af hrossum sem þarf að hreyfa allavega.

         Elli og Sísí kýktu svo hér eftir hádegið, mikið tekið af myndum og tókst bara ótrúlega vel miðað við að veðrið var nú ekki alveg eins og við óskuðum en það hafði alveg mátt vera smá sól já og svo ringdi aðeins líka þannig að hvolparnir voru hálfblautir. 

9. jan 2010

           Rosalega mikil rigining í dag, Dóri var með afmæliskaffi og tókst bara vel hjá honum.  Nú í kvöld komu svo kakkarnir úr sveitinni og það var verið að spila, þegar ég fór að sofa þá var enn greinilega mikið stuð. 

8. jan 2010

          Þá er frostið bara alveg farið og byrjað að rigna, kunni nú betur við frostið en ég svosem þarf ekki að vera úti að vinna hvaða veðri sem er en kann betur við að setja hvolpana út í kuldann en rigninguna þeir eru líka alveg sammála mér. 

        Á morgun ætlar Dóri svo að hafa afmæliskaffi eða þannig allavega ef þið eruð á ferðinni hér á hlaðinu þá gæti verið til kaka og kannski fleiri en ein :) 

7. jan 2010

Dóri litla barnið okkar á afmæli í dag og orðinn 15 ára, bara ár í æfingarakstur....

         Þá er mannskapurinn kominn frá Tenerife já nema mamma og pabbi sem bættu viku við sína fer.  Annars bara allt gott hér, frostið að minnka og mikið riðið út. 

6. jan 2009

         Við tengdamamma fórum í sjúkraþjálfun í morgun, og svo þurfti maður að snúast ýmislegt á Selfossi.  Veðrið er bara alveg ágætt, ekki laust við að það snjói öður hverju og held að það sé svona almennt -5 gráður hér en í gær fór frostið uppí -14 að deginum til og -15 í nótt þannig að það er búið að vera ansi kalt en logn sem betur fer.

        Það er svo von á útlendingunum heim í kvöld allavega hluta af þeim en Bensi, Kristín, Einar Óli, Vala og Dóri koma heim í kvöld en mamma og pabbi ætla að vera viku lengur úti. 

        Gummi Bö kom svo hér í dag að taka hnit svo hægt verði að setja reiðvöll hér á torfuna, það verður nú ekki leiðinlegt að hafa reiðvöll hér heima og staðsetningin verður niður í Gýp.  Nú þeir sem ekki vita hvað það er þá er það fyrir neðan og austan fjósið í áttina að rúllugerðinu, þetta verður algjör snilld þar sem það er brekka í hálfhring þarna bæði í norður og vestur, já og grjótgarðurinn í norðaustur bara flott.

          Bragi kom svo hér og tók slatta af myndum af folöldunum hér vonandi koma þær vel út. 

4. jan 2010

            Ekki alveg eins kalt í dag og undanfarna daga hvað sem það nú endist.  Fór í sjúkraþjálfun í morgun og kýkti aðeins í Krónuna en þar var ansi lítið að bera og nóg af  bílastæðum sem er nú ekki oft. 

3. jan 2010

            Fórum í matarklúbb á Hlemmiskeið í gær, en Jóa og Snæi ásamt Þóru voru með matarklúbb að þessu sinni og svo var stefnana tekin á Hattaball á hestakránni.  Þetta var bara æðislega gaman, maturinn frábært eins og við var að búast sama má segja um félagsskapinn nú og ballið var svo bara punkturinn yfir i-ið.  Búið að skipulegga klúbbinn fram á vor svo það er bara gaman framundan.

         Í dag er búið að vera ansi kalt um 12 stiga frost en svo undir kvöld datt frostið niður.  Eitt folald kom hér í dag í fóðrun. 

2. jan 2010

               Lísa og Dóri komu hér í dag, það var klárað að setja garnaveikibóluefni í lömbin en það átti eftir að setja í fimm lömb sem ekki voru komin hér síðast þegar Lísa bólusetti.  Það voru svo örmerkt 7 folöld þannig að nú held ég að ekkert sé ekki með örmerki.  Hér mættu svo fjórir hestar í fóðrun tveir sem verða úti og tveir verða inni. 

1. jan 2010

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir allt á gamla árinu en það var nú ýmislegt  brallað í Miðengi eins og alltaf

          Bjössi minn á afmæli í dag, til hamingu með daginn elsku kallinn okkar :)

Miðengi | Fréttir 2017 | fréttir 2016 | Fréttir 2015 | Fréttir 2014 | Fréttir 2013 | Fréttir 2012 | Fréttir 2011 | Frettir 2010 | Fréttir 2009 | Fréttir 2008 | Fréttir 2007 | Fréttir 2006 | Fréttir 2005 | Fréttir 2004 | Fréttir 2003