Forystusauðurinn Harrý

Miðengi

12. sept

Mætti í Kringlumýri í gær í smalamennsku og keyrður heim i dag tækið enn um hálsinn á honum en segir hann samt utan þjónustusvæðis sem er ekki gott en sjáum til hvort hægt verður að koma lagi á þessa græju.

30. ágúst

Harrý enn utan þjónustusvæðis en nú væri nú ágætt að fara að vita hvar hann er þar sem fjallferð er eftir rúmar tvær vikur.

Facebook síðans hans Harrýs vonandi uppfærð oft á dag

HARRÝ

Hér verða settar inn Harrý fréttir en fyrir þá sem ekki vita þá er hann Forystusauður og gengið misvel að ná honum heim.

          Ég keypti Harrý sem lamb fyrir vestan haustið 2012, hann var svo geltur undir vor og keyrður á fjall vorið 2013, hann sást svo innfrá um sumarið, slapp í tvígang í smalamennskum haustið 2013 og sást svo ekkert meira.  Hann sást svo ekkert allt árið 2014 og var þá búinn að ganga úti í tvo vetur.  Haustið 2015 þá kom hann í fyrstu leit niður að Björk öllum að óvörum.  Sleppt hér heima vorið 2016 en hann fór sjálfur inná afrétt þá.  Sást svo nokkrusinnum um haustið og alltaf með fé með sér sem náðist en hann slapp alltaf það var svo í janúar 2017 sem hann náðist fyrir rest en þá var hann í Hrafnabjörgunum.  Nú setti ég semsagt á hann staðsetningartæki og verður gaman að fylgjast með ferðum hans í ár.

1. júlí

og ég sem hélt að hann væri að róast en svona er þetta

kl 00.45                                  kl 04.45                                     kl 8.50

30. júní

Viðrist nú aðeins vera að róast

kl 16.40                                       kl 20.24

  

kl 04.40                                                 kl 8.40 

29. júní

Kýkti greinilega innfyrir Sandfell en líklega ekkert spennandi þar og lítið í sambandi í dag

kl 00.30                                    kl 20.30

 

28. júní

Flandur á Harrý dag en var dálítið utan þjónustusvæðis en ef vel er skoðað þá eru staðsetningarpunktar í Tröllhálsinum þó svo hann hafi ekki sent þá á réttum tíma tækið sendir líklega bara næst þegar það á að senda og sendir þá nokkra punkta

kl 00.20                                              kl 12.25                                                 kl 16.25

27. júní

Skjaldbreið kannski ekkert svo spennandi

kl 12.16                                               kl 16.16                                                     kl 20.16

      

Stefnan tekin uppí Skjaldbreið

 Kl 00.10                                           kl. 04.11                                      kl 08.11

26. júní

kl 12.00                                             kl 16.00                                                  kl 20.00

Enn hefur hann skipt um skoðun

kl 00.01                                                                    kl 04.00                                                    kl 08.00 

25. júní

og enn heldur hann áfram áfangastaður nokkuð óljós sýnist mér en stefnir enn lengra innúr

kl 04.00                                   kl 08.00                           kl 12.00                                           kl 16.00                                         kl 20.00

24. júní

Kl 8.00                                                     kl 12.00                                       kl 16.00                                                      kl 24.00

 

23. júní

Harrý var ekki mikið í sambandi í dag en á röltinu greinilega

Kl 7.40                                                      kl 23.30

 

22. júní

 Harrý kominn á Biskupsflötina en mikið er nú gaman að sjá öll þessi örnefni á kortinu, vantar bara Gunna Har til að grúska í þessu með mér en hann er sjálfsagt að fylgjast með líka.  Harrý var utnan þjónustusvæðis frá hadegi fram undir miðnætti en held að þá hafi hann verið í Tröllhálsinum en þar er ekkert gsm samband, það virðast samt hafa komið punktar þar inn þó svo að þeir kæmust ekki til skila en sjáum til.

                                                          kl 7.37                                                   kl. 12.00                                                     kl 23.30

 

21. júní 2017

Harrý var kominn uppfyrir gamla Gjábakkaveg í morgun, en samkvæmt kortinu heitir það Barmahraun, um hádegi í Hrafnarbjargarhálsinn og svo um 19.30 uppundir Hrafnabjörgin

20. júní 2017 kl 23.00

19. júní 2017

Um hádegið var hann kominn að Kaldárhöfða  og undir miðnætti er hann farinn að hugsa sinn gang hehe

18. júní 2017

Um hádegi var hann aftur farinn af stað í átt að Búrfellsdal   og undir niðnætti var hann kominn inní Búrfellsdal

       

17. júní 2017

16. júní 2017

Valkvíði hann veit ekkert hvert hann vill fara.

15. júní 2017

Harrý var kominn inní Búrfellsdal í nótt en sneri svo geinilega við, og er kominn niður á Búrfellsmýrar aftur.

14. júní 2017

þá er hann lagður af stað innúr og verður spennandi að fylgjast með honum, en hann fór af stað um hádegið og þetta er um hálfellefu í kvöld.

10. júni 2017

Harrý kominn í nautagirðinguna og virðist vera að reyna að finna sér leið uppí heiði

23. maí 2017

kl 16.00 kominn út í Dý aftur

22. maí 2017

           Harrý ennþá rólegur er bara hér austur í girðingu við túngarðinn í rúllu sem er þar en skottast stundum aðeins út í Dý. 

17-21. maí 2017

         Tækið komið á Harrý og hann byrjaði í upptúninu en þar er rúlla, hann brunaði svo út á læk, og kom aftur í dýjið en er nú aftur kominn við túngarðinn þar sem er rúlla.  þarf að reyna að finna út hvernig ég get vistað myndina úr trackinu og sett hér inn.